is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7574

Titill: 
  • Hver er réttur íslenskra barna til að tjá sig í forsjár- og umgengismálum?
  • Titill er á ensku What are the rights for Icelandic children to express themselves in custody- and access battles in court of law ?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Með ritgerð þessari er ætlun höfundar að skoða réttindi barna til að tjá sig í forsjár- og umgengnismálum. Skoðað er hvort réttur þessi sé nægilega tryggður í lögum og ef svo er hvort að hann sé virtur við dómaframkvæmd Hæstaréttar. Í upphafi er skoðað viðfangsefni barnaréttar og fjallað er um hugtakið forsjá og gerð er grein fyrir réttindum barna og foreldra. Fjallað verður um hin helstu lög sem eiga við t.d. Barnalög og Barnaverndarlög. Einnig er fjallað um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem er að finna reglur sem tryggja börnum rétt til að tjá sig í málum er þau varða og þessar reglur skoðaðar til hlítar. Að lokum er svo reifaður fjöldi Hæstaréttardóma sem upp komu við leit að lykilorðinu „forsjá" á árunum 1999-2009. Kannað er hvort að þau
    réttindi sem fjallað er um í ritgerðinni séu tekin til greina við framkvæmd forsjármála og að hve miklu leyti þau hafa áhrif á niðurstöðu mála. Kannað var hvort að önnur sjónarmið en vilja sjónarmiðið vegi þyngra við úrlausn mála í Hæstarétti. Það varð niðurstaða höfundar að þessi réttur barna til að tjá vilja sinn er í langflestum tilvikum virtur og dómkvaddur matsmaður fenginn til að ræða við barnið. Í þeim tilvikum sem að barnið fékk ekki tækifæri á að tjá sig var það fyrir æsku sakir og heilt á litið er börnum á leikskólaaldri ekki gefin kostur á að tjá sig í forsjármálum. Þó svo að barni sé gefin kostur á að koma fram óskum sínum um búsetu er ekki þar með sagt að það eitt
    sjónarmiða ráði úrslitum. Sjónarmiðið að raska beri högum barnsins sem minnst virðist vega þyngra í mörgum málum.

Samþykkt: 
  • 17.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7574


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-VL-SonjaWiium-LOKASKJAL .pdf656.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna