Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/7576
Árið 1993 voru sett á Íslandi skaðabótalög nr. 50/1993. Í þeim lögum var að finna almenna lækkunarheimild sem ætlað var að vera eins konar félagslegur öryggisventill fyrir þau tilvik þar sem almennar reglur skaðabótaréttarins myndu þykja leiða til ósanngjarnrar niðurstöðu.
Ritgerð þessi fjallar um þessa heimild 24. gr. skaðabótalaga til lækkunar skaðabótaábyrgðar tjónvalds og meðábyrgðar tjónþola að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Í ritgerðinni verður farið yfir inntak ákvæðisins og tilgang þess, og þau atriði sem liggja til grundvallar mati á því hvort beita eigi greininni. Ritgerðin byggist að miklu leyti upp á dómaumfjöllun, og af þeim sökum þótti rétt, auk umfjöllunar um 24. greinina og dómaframkvæmd hennar, að gera grein fyrir helstu hugtökum skaðabótaréttarins.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BS_ritgerð_BrimarAðalsteinsson.pdf | 358.67 kB | Open | Heildartexti | View/Open |