en English is Íslenska

Thesis Bifröst University > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7581

Title: 
 • Title is in Icelandic Rafrænt eftirlit með dómþolum : vænlegur kostur á Íslandi? : litið til reynslu Svía
Submitted: 
 • December 2010
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari lokaritgerð er fjallað um rafrænt eftirlit með dómþolum, hvað er rafrænt eftirlit og hver er reynsla Svía af rafrænu eftirliti. Höfundur veltir fyrir sér þeirri spurningu hvort rafrænt eftirlit sé vænlegur kostur á Íslandi, með tilliti
  til reynslu Svía og stöðu fangelsismála hér á landi. Í þessu sambandi skoðar höfundur refsingar og viðurlög í sögulegu samhengi til dagsins í dag.

  Sérstaklega er skoðuð reynsla Svía þar sem þeir hafa mesta reynslu af úrræðinu af Norðurlandaþjóðunum. Fangelsisyfirvöld í Svíþjóð hafa falið Rannsóknarstofnun afbrotamála þar í landi, Brottförebyggande rådet, að fara með úttektir á eftirlitinu og skoðar höfundur þær. Hér á landi hefur rafrænt eftirlit ekki verið tekið upp. Möguleika á upptöku úrræðisins hefur þó verið velt upp og nú er í undirbúningi frumvarp þar sem kveðið er á um að rafrænt eftirlit verði möguleiki sem fullnustuúrræði á Íslandi. Fangelsismálastofnun ríkisins stendur frammi fyrir því að boðunarlistar eru langir og dómar hafa jafnvel tekið að fyrnast. Fangelsismálastofnun ríkisins skortir úrræði til að fullnusta dóma svo viðurlagakerfið reynist skilvirkt.
  Niðurstaða höfundar er að tímabært sé að innleiða rafrænt eftirlit sem fullnustuúrræði á Íslandi. Nútímatækni hefur gert það mögulegt að fylgjast með dómþolum á skilvirkan og öruggan hátt, eftirlitið hefur gefist vel víða og þar má sérstaklega benda á góða reynslu nágrannaþjóðar okkar Svíþjóðar.

Accepted: 
 • Feb 17, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7581


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Rafraent eftirlit með domþolum.pdf781.32 kBOpenHeildartextiPDFView/Open