is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7582

Titill: 
  • Hafa smálán getu til að draga úr fátækt í þróunarlöndum?
  • Titill er á ensku Is Microfinance Capable of Reducing Poverty in Developing Countries?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fátækt hefur ávallt fylgt mannkyninu. Í gegnum tíðina hefur ýmsum aðferðum verið beitt til að reyna að sporna við fátækt. Vesturlönd hafa veitt þróunaraðstoð til fátækra landa og fellt niður skuldir þeirra. Ljóst er að þessar aðferðir ná ekki til allra bágstaddra enda eru þær óskilvirkar og kostnaðarsamar. Smálán byggja á athyglisverðri hugmyndafræði sem á að geta dregið úr fátækt. Hugmyndafræðin felst í að smálánastofnanir veiti lán til fátæks fólks sem er fyrir utan hið almenna bankakerfi. Um er að ræða lágar upphæðir enda litlar sem engar tryggingar sem lánveitendur hafa. Hið litla fjármagn getur gefið þeim fátæku tækifæri til að hjálpa sér sjálfum með eigin rekstri. Þó eru ýmis vandamál sem fylgja þessari starfsemi. Í þessari ritgerð verður farið yfir kosti og galla smálána og athugað hvort þau hafi jafn góð áhrif á líf fátækra og sögur fara af. Rannsakað verður hvort smálán sé gott vopn í hinni langdrægu baráttu gegn ósanngjarnri dreifingu gæða í þróunarlöndum. Smálán geta ein og sér ekki útrýmt fátæktarvandanum. Þó geta lánin haft jákvæð áhrif ef vel er staðið að úthlutun þeirra.

Samþykkt: 
  • 17.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7582


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loftur Asmundsson BA ritgerd 2010.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna