is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7587

Titill: 
  • Framburður barna í Barnahúsi og lyktir mála. Hvað hefur áhrif á birtingu ákæra og sakfellingar í málum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegu ofbeldi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi skoðar framburð 285 barna sem komu í skýrslutöku í Barnahús á rúmlega fimm ára tímabili frá 1. nóvember 1998 til 31. desember 2003 vegna gruns um að hafa sætt kynferðislegu ofbeldi. Rannsóknin var unnin í Barnahúsi fyrir Barnaverndarstofu. Viðtöl við börnin voru greind samkvæmt gátlista sem útbúinn var sérstaklega vegna rannsóknarinnar. Í málum sem hlutu ákærumeðferð var kannað hvort framburður barns skilaði sér inn í orðalag ákæru og dómsniðurstöðu. Skoðað var hvaða þættir hefðu áhrif á útgáfu ákæru og sakfellingar. Í ljós kom að 75% barna greindu frá kynferðislegu ofbeldi. Ákært var í málum 95 (33%) barna og höfðu 90 (42%) þeirra greint frá kynferðisofbeldi en 5 (7%) ekki. Alls voru 63 sakborningar ákærðir fyrir kynferðisbrot gegn börnum, 63% brutu gegn einu barni en 37% gegn fleiri en einu barni. Sakfellt var í málum 75% barna. Sakfellt var í málum 60% sakborninga sem brutu gegn einu barni en öllum þeim sem brutu gegn fleiri en einu barni. Refsing reyndist þyngri þegar sakborningar brutu gegn fleiri en einu barni. Í 65% þeirra tilvika fengu sakborningar óskilorðsbundinn dóm en aðeins í 22% tilvika þegar sakborningar brutu gegn einu barni. Orðalag ákæru var í 74% tilvika í samræmi við framburð barns. Sakborningar játuðu sök að fullu eða að hluta í um helmingi tilvika. Alls játuðu 69% sakborninga á sig vægara brot en barn tilgreindi. Hlutfall neitana jókst eftir því sem brot voru alvarlegri. Eftirtaldir þættir höfðu áhrif á að sakborningur væri ákærður: að barn greindi frá kynferðislegu ofbeldi, að brotaþoli væri stúlka, væri 12 ára eða eldri, að gerandi tengdist barni kunningjatengslum, að hugtakaskilningur væri viðunandi, að barn vissi ástæðu komu í Barnahúss, að lýsing á atburði var greinargóð og nákvæm, að barn lýsti tilfinningum þegar brot átti sér stað og var samkvæmt sjálfu sér. Einnig að brot væru ítrekuð og höfðu varað í meira en ár og að barn segðist vita um aðra þolendur sama geranda. Að lokum var frekar ákært ef barni var umbunað. Nákvæmni frásagnar og tíðni brota veittu bestu forspá
    á útgáfu ákæru. Fjöldi brotaþola í máli, tíðni brota og það hvort aðrir voru viðstaddir brot höfðu áhrif á sakfellingar. Fjöldi brotaþola veitti bestu forspá um sakfellingu.

Samþykkt: 
  • 21.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7587


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_rannsokn_thorbjorg.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna