is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7603

Titill: 
 • Rafbílar á Íslandi : er arbært að rafbílavæða fólksbílaflota Íslands?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Áhugi almennings sem og framleiðenda á óhefðbundnum orkugjöfum til að knýja áfram bifreiðar hefur aukist töluvert síðustu ár. Framþróun í rafhlöðum gerir framleiðendum kleift að framleiða
  bifreiðar sem bera mun lægri rekstrarkostnað og menga talsvert minna en áður hefur þekkst meðal hefðbundinna bensínbíla. Minni bílaframleiðendur hafa framleitt rafbíla um árabil með misgóðum árangri en nú er staðan sú að eftirspurn og tæknistig gera hagkvæma fjöldaframleiðslu á rafbílum að veruleika.
  Öflugt stoðkerfi má byggja upp með tiltölulega lítilli fyrirhöfn hér á landi þar sem gott dreifikerfi rafmagns er þegar til staðar. Einkaaðilar hafa þegar veitt rafbílavæðingu mikinn áhuga og breytingar á lögum um bifreiðagjöld munu hilla undir rafbílavæðingu. Rannsakað er í þessari skýrslu hvort arðbært sé að rafbílavæðast miðað við núverandi aðstæður. Minni mengun, lækkuð útgjöld heimilanna og aukinn hagvöxtur eru markmið sem vert er að stuðla að en erfitt getur verið að mæla nákvæmlega í krónutölum. Því er rekstrarkostnaður bensín- og rafbíls borinn saman miðað við útlistun Félags íslenskra bifreiðaeigenda og niðurstaða þess samanburðar höfð að leiðarljósi. Einnig eru þó tölur Hagstofunnar, Deloitte og fleiri aðila um hagtölur, markhópagreiningu og fleiri atriði athuguð. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að rekstrarkostnaður rafbíls á borð við Nissan Leaf er ekki enn samkeppnishæf hefðbundins bensínbíls á borð við Nissan Note í krónum einum talið. Erfitt er að meta það verðmæti sem neytendur setja á þætti á borð við mengun, aukinn hagvöxt og minni þörf til að reiða sig á erlenda útflytjendur jarðeldsneytis. Telja verður þó líklegt að með
  aukinni þróun á sviðum rafbíla, þó sérstaklega rafhlaða, megi lækka framleiðslukostnað töluvert á komandi árum. Því telur skýrsluhöfundur að ekki sé spurning um hvort heldur hvenær verði af rafbílavæðingu á Íslandi.

Samþykkt: 
 • 24.2.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7603


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Finnur Hrafnsson - Er arðbært að rafbílavæða fólksbílaflota Íslands.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna