is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7609

Titill: 
 • Áhrif á efnahagslegan stöðugleika Íslands við aðild að ESB og myntbandalagi Evrópu
 • Titill er á ensku The economic effect on stability in Iceland by joining the EU and EMU
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni er reynt að leggja fræðilegt mat á mögulegan efnahagsstöðugleika fyrir íslenskt hagkerfi eftir aðild Íslands að Evrópusambandinu og með upptöku evru. Þá er leitt til lykta hvort verðbólga verði lægri, vaxtamunur minni, viðskiptakjör betri og hvort aukin samhverfa verði í hagsveiflum Íslands og Evrópusambandsríkja með þátttöku í myntbandalagi. Farið er yfir helstu kenningar og rannsóknir um hagkvæm gjaldmiðlasvæði, litið á sögu verðbólgu, hagsveiflu, gengismála og vaxta á Íslandi ásamt því að bera það saman við ríki ESB og evrusvæði. Fjallað er um hlutverk sjálfstæðrar peningamálastjórnar, seðlabanka og ríkisfjármála, samþættingu markaða og mikilvægi utanríkisviðskipta Íslands við ríki innan ESB. Helstu niðurstöður leiða í ljós að þátttaka Íslands í myntbandalagi með upptöku evru og aðild að Evrópusambandinu komi að öllum líkindum til með að leiða af sér aukinn verð- og gengisstöðugleika, lægri vaxtamun og viðskiptakostnað, aukin
  utanríkisviðskipti og meiri hagvöxt. Hagsveiflur Íslands og helstu viðskiptalanda innan ESB og evrópska myntsvæðisins verða samhverfari en áður eftir aðild. Varanlegur efnahagslegur
  stöðugleiki verður hins vegar á kostnað sveigjanleikans enda ekki hægt að velja hvorutveggja stöðugleika og sveigjanleika. Á meðan íslenska krónan er látin fljóta og fjármagnsflutningar
  eru frjálsir verður heldur ekki hægt að viðhalda stöðugleika. Óhjákvæmilegt er þess vegna að taka upp evru í umhverfi sem knýr á um frjáls viðskipti og frjálsan flutning fjármagns.
  Innleiðing á evru verður hins vegar ekki möguleg nema með fullri aðild að ESB og efnhagslegri aðlögun Íslands með þátttöku í ERM II. Nauðsynlegt er að Seðlabanki Íslands sé aðili að Seðlabankakerfi Evrópu og hafi fulltrúa innan þess svo að Ísland geti haft áhrif á mótun peningastefnu ECB. Aðhald í ríkisfjármálum er jafnframt mikilvægur þáttur í því að
  viðhalda efnahagslegum stöðugleika.

Samþykkt: 
 • 24.2.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Haskolinn-Bifrost-BS-lokaritgerð-EyjolfurAndresBjornsson-PDF.pdf2.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna