is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7610

Titill: 
  • Mikilvægi flugfisks í íslenskum sjávarútvegi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vinnsla á ferskum fiski til útflutnings hófst í einhverjum mæli 1981 hjá Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Aftur á móti varð það ekki fyrr en um árið 1990 – 1994 sem þetta varð orðið að alvöru útflutningsgrein, sem mörg fiskvinnslufyrirtæki fóru að taka þátt í.
    Skýrsluhöfundur fór og tók viðtöl við fiskframleiðendur sem störfuðu á ferskfiskmarkaðnum til þess að fá innsæi á mikilvægi þessarar greinar í íslenskum sjávarútvegi. Markmiðið var að
    bera ferskan fisk sem fluttur er með flugi eða vöruflutningaskipum saman við aðrar vinnsluaðferðir. Skoðaðar voru tölur úr sjávarútveginum til þess að glöggva sig betur á hvort að ferskfiskvinnsla skilaði virðisauka fyrir framleiðendur. Í viðtölunum var spurt um þær hindranir sem framleiðendur þurfa að takast á við í sínum rekstri. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að kaupendur á ferskfiskmarkaði gegni veigamiklu hlutverki í myndun hráefnisverðs á ýsu og þorski ásamt öðrum tegundum og hve mikil sérhæfing er orðin í vinnslu á bolfiski. Sjónarmið framleiðenda varðandi aukinn hráefnisskort á mörkuðum var skoðaður en tölur bentu ekki til að fiskmagn á almennum fiskmarkaði hafi dregist saman. En halda má því fram
    að sú óvissa sem stjórnvöld hafa skapað í sjávarútveginum í dag, hafi orðið til þess að kvótaeigendur séu að halda að sér höndum og leigi ekki út frá sér kvóta, sem veldur því að
    ferskfiskframleiðendur eigi erfiðara með að afla sér hráefnis.

Samþykkt: 
  • 24.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7610


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B s-ritgerð-Guðjón Frá yfirlestri esv.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna