is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7613

Titill: 
  • Sálmælanlegir eiginleikar AX-reiðitjáningarkvarðans hjá ungmennum í áhættuhóp fyrir þunglindi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Athugaðir voru sálmælingalegir eiginleikar AX-reiðitjáningarkvarðans(Anger Expression Scale), sem mælir hvernig fólk tjáir reiði sína. Einnig var kannað hvort kvarðinn spái fyrir dreifingu skora á CDI(Children´s Depression Inventory), sem metur þunglyndi barna og ungmenna. Auk þess var athuguð fylgni á milli þessara tveggja kvarða og CASQ (Children´s Attributional Style Questionnaire), sem mælir skýringarstíl barna og ungmenna. Kvarðarnir voru lagðir fyrir hóp ungmenna, en úrtakið takmarkaðist við þá sem mættu greiningarviðmiðum varðandi hættu á þunglyndi. Þátttakendur voru 200 ungmenni, flest á fjórtánda aldursári. Strákar voru 99 (49,5%) og stúlkur voru 101 (50,5%).Úr þáttagreiningu AX-kvarðans komu fram þrír þættir; reiðistjórnun(RS), reiði sem beinist út á við (RÚ) og reiði sem beinist inn á við (RI). Þættirnir koma heim og saman við fyrri rannsóknir og áreiðanleiki var viðunandi. Ekki var kynjamunur á RS og RÚ, en stúlkur skoruðu hærra á RI. Það bendir til að þær byrgi reiði sína frekar inni en strákar. Jákvæð fylgni var á milli niðurstaðna CDI og RI, en neikvæð fylgni var á milli CDI og RS. Lág fylgni var hins vegar á milli AX, CDI og CASQ. Niðurstöður rannsóknarinnar renndu stoðum undir megintilgátu rannsóknarinnar, þar sem undirkvarðar AX-kvarðans spáðu fyrir um 17% af dreifingu skora á CDI.

Samþykkt: 
  • 24.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7613


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
birnaogstella.pdf489.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna