is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7616

Titill: 
  • Félagaform
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð var fjallað um einstaklingsfyrirtæki, sameignarfélag, samlagsfélag, samvinnufélag, einkahlutafélag og hlutafélag. Kostir og gallar hvers félagaforms voru skoðaðir, kannað hvort eitthvað bæri að varast eða hafa í huga við stofnun félags og hversu mörg fyrirtæki væru í hverju félagaformi fyrir sig. Stuðst var við lög félagaformanna auk þess voru upplýsingar fengnar úr tekjuskattslögum, bókhaldslögum, heimasíðu ríkisskattstjóra, heimasíðu efnahags- og viðskiptaráðuneytisins, Hagstofunni og fleiri stöðum.
    Þegar Hagstofu upplýsingar eru skoðaðar má draga þá ályktun að eigendur fyrirtækja hérlendis kjósi að velja félagaform sem dregur úr fjárhagslegri ábyrgð eiganda á rekstri félagsins og að skattlagning sé sem lægst. Ástæðan fyrir þessari ályktun er hversu vinsælt einkahlutafélagaformið er, en um 84% af fyrirtækjum skráðum í firmaskrá árið 2010 eru starfrækt undir þessu formi. Hlutafélagaformið nýtur ekki þessara vinsælda, enda byggt upp fyrir mun stærri fyrirtæki en þau sem starfrækt eru undir einkahlutafélagforminu. Samlagsfélögum fjölgaði um 422 félög á árinu 2010. Rekja má fjölgunina til reglu 50/20 í tekjuskattslögunum, en með breytingunni má skattleggja helming arðgreiðslna eiganda og þeirra er þiggja endurgreiðslu frá einka- og hlutafélögum sem launatekjur. Við þessa breytingu hækkaði skattlagning eiganda einka- og hlutafélaga, ef arðgreiðslan fer yfir 20% af bókfærðu eigin féi. Í samlagsfélagaforminu eiga engar arðgreiðslur sér stað heldur rennur hagnaður félagsins beint til eiganda. Fyrirtækjum í öðrum félagaformum hefur farið fækkandi sem tengja má regluverkum formanna, skattlagningu og ábyrgð eiganda.
    Áhætta í viðskiptum er alltaf mikil, sama í hvaða atvinnugrein og undir hvaða félagaformi fyrirtækið starfar. Vel rekið fyrirtæki í réttu félagaformi getur starfað í hvaða atvinnugrein sem er.

Samþykkt: 
  • 25.2.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7616


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAEINTAK, Félagaform.pdf532.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna