Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/761
Þessi ritgerð er unnin af tveimur þroskaþjálfanemum á lokaári á þroskaþjálfabraut í Kennaraháskóla Íslands. Fyrsti kafli ritgerðarinnar byggir annarsvegar á fræðilegri umfjöllun um fötlunarfræði þar sem fjallað er um hugmyndir kenndar við eðlilegt líf og fulla þátttöku eða normaliseringu eins og það er kallað, rakið er hvernig þróun fötlunarfræða átti sér stað í stuttu máli, sagt er frá læknisfræðilega líkaninu sem endurspeglar sjónarhorn læknis-fræðainnar, sagt er frá breska félagslega líkaninu sem er eitt það þekktasta og umdeildasta hinna félagslegu líkana, við fáu að kynnast ICF – Alþjóða flokkunarkerfinu um færni, fötlun og heilsu, sem samþættir tvö sjónarhorn það læknisfræðilega og félagslega, fjallað er um norræna tengslalíkanið þar sem farið er í hin samnorræna skilning á fötlun. Kaflanum er svo lokið meðumfjöllun um lífssögurannsóknir, hvaða sögur voru skrifaðar fyrst o.s.frv.
Í öðrum kafla ritgerðin er rannsóknaraðferðinni lýst, framkvæmd hennar og siðferðilegar vangaveltur sem komu upp á meðan vinnsla lífssagnanna stóð yfir.
Í þriðja kaflanum eru lífssögur tveggja alvarlega fatlaðra einstaklinga skoðaðar. Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða hvernig lífssögur fólks með fötlun geta varpað ljósi á sögulega þróun þeirra og aðstæður. Líf og aðstæður tveggja alvarlega fatlaða einstaklinga verður skoðað í sögulegu samhengi. Jafnframt er saga þeirra skoðuð útfrá þróun fötlunarfræða.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Ágrip og formáli.pdf | 35.18 kB | Open | Ágrip og formáli | View/Open | |
Efnisyfirlit.pdf | 54.81 kB | Open | Efnisyfirlit | View/Open | |
Fylgiskjöl 1-4.pdf | 56.25 kB | Open | Fylgiskjöl 1-4 | View/Open | |
Heimildaskrá.pdf | 82.8 kB | Open | Heimildaskrá | View/Open | |
Meginmál.pdf | 261.14 kB | Locked | Meginmál | ||
Úrdráttur.pdf | 41.12 kB | Open | Úrdráttur | View/Open | |
Verkefni.pdf | 272.2 kB | Locked | Verkefni |