is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7625

Titill: 
  • Eyjakeyrsla Skeiðsfossvirkjunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Gerðar hafa verið breytingar á línukerfi RARIK frá Skeiðsfossvirkjun að Dalvík. Lágheiðarlína sem er með 33 kV rekstrarspennu verður lögð af en í staðinn kemur nýtt jarðstrengskerfi sem felur í sér tengingu frá Siglufirði til Ólafsfjarðar. Skeiðsfossvirkjun tengist Siglufirði, þaðan er tenging til Ólafsfjarðar og frá Ólafsfirði til Dalvíkur. 66 kV tenging frá Landsneti er frá Akureyri til Dalvíkur. Í daglegum rekstri næst að tappa launafli af kerfinu inn á landsnetið. Með nýja jarðstrengskerfinu eykst launaflsframleiðslan. Í þessu verkefni verður athugað hvort Skeiðsfossvirkjun geti tekið við því launafli sem verður til í kerfinu þegar um eyjakeyrslu er að ræða, þ.e.a.s. þegar tenging við landsnetið er ekki. Slík tilfelli geta komið upp í bilana- eða viðhaldstilfellum. Þetta kerfi hefur verið keyrt í eyjakeyrslu frá Skeiðsfossvirkjun að Dalvík (Dalvík ekki meðtalin). Ef virkjunin nær ekki að eyða launaflinu sem verður til í kerfinu er hugsanleg lausn að setja upp spólur í kerfinu.

Samþykkt: 
  • 1.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7625


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eyjakeyrsla Skeiðsfossvirkjunar.pdf3,96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna