Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/7627
Gagnaver eru búin að vera í umræðunni á Íslandi sem möguleiki á nýrri atvinnugrein í töluverðan tíma. Meginástæðan fyrir því er sú að kalt loftslag ríkir á landinu nánast allan ársins hring og orka sem unnin er úr jarðhita er ódýr og gefur starfseminni grænan umhverfisstimpil.
Markmið verkefnisins eru að setja fram hönnun sem nýtir sér aðstæður á Íslandi þar sem farið er yfir byggingu, netkerfi, rafkerfi og kælingu. Megináhersla í verkefninu er hvernig þessi hlutir eru útfærðir innan tölvusalar í gagnaveri sem tilheyrir flokk III (e.Tier III).
Í verkefninu er sett fram lausn þar sem tölvuskápur er hluti af kælingunni sem óvirkur búnaður. Þessi aðferð gerir tölvusalinn að þægilegu umhverfi þar sem umtalsverður orkusparnaður verður með minni kæliþörf. Engu að síður er hægt að keyra aflnotkunina í hverjum skáp upp fyrir 20kW með óvirkri kælingu (e.passive cooling).
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
GRUNNHÖNNUN GAGNAVERS_Unnar Hólm.pdf | 3,21 MB | Open | Complete Text | View/Open |
Note: Vill halda verkefninu lokuðu til desember 2015