Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/7636
Ritgerð þessi er lokaverkefni í tæknifræði við Háskólann í Reykjavík haustið 2010 og fjallar það um umferðaröryggisáætlanir. Markmið verkefnisins er að skoða sögu umferaröryggisáætlana og stöðu þeirra í dag, skoðaða leiðbeiningar um gerð umferðaröryggisáætlana sveitarfélaga og fjalla um þær. Farið verður yfir helstu verkfræðilegu aðgerðir sem notaðar hafa verið til að auka umferðaröryggi og að lokum verður tekið fyrir eitt sveitarfélag.
Skoðað verður Hveragerðisbær með umfeðraröryggi í huga, tekin verður staðan í bænum og farð yfir þær aðgerðir sem þegar hafa verið gerðar á sviði umferðaröryggis. Einnig verður farið yfir hvaða þætti vantar svo Hveragerðisbær standi undir heildstæðri umferðaröryggisáætlun og að lokum verður skoðuð lausn bæjarins fyrir framtíðar áhyggjuefni þegar byggð bæjarins teygir sig suður fyrir Suðurlandsveginn og umferð bæjarins þarf að þvera hann.