Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7640
Verkefni þetta gekk út á það að athuga hvort notkun á endurunnu gleri í malbik væri raunhæfur kostur. Höfundur telur að svo sé. Farið var yfir hvar í heiminum gler í malbik væri notað og hvernig það hefur reynst.
Framkvæmd var fullburða tilraun með íblöndun glers í malbik og athugað hvort malbik íblandað gleri stæðist helstu kröfur Vegagerðarinnar. Það kom í ljós að glerblandað malbik uppfyllti kröfur um sáldurferla, festu, sig og holrýmd. Samkvæmt efniskröfum Vegagerðarinnar mætti því samþykkja þessa malbiksblöndu.
Fundin var möguleg hagkvæmni Endurvinnslunnar hf. á því að nýta gler sem íblöndunarefni í stað urðunar. En það reyndist vera mikill sparnaður í því að nýta glerið í malbik fyrir Endurvinnsluna.
Fundin hagkvæmni Hlaðbæjar Colas hf. á því að nýta gler að hluta í stað steinefna í malbik. En það var hagkvæmt fyrir Hlaðbæ Colas að nýta glerið í yfirlag Y11 og burðarlag U16.
Að lokum voru niðurstöður og útreikningar túlkaðir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Endurvinnsla á gleri og íblöndun þess í malbik.pdf | 2,64 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |