is Íslenska en English

Grein

Háskólinn á Bifröst > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7664

Titill: 
 • Skattaréttur og EES-samningurinn : eru reglur um skattlagningu arðgreiðslna milli félaga og reglur um samsköttun móður- og dótturfélaga andstæðar reglum EES-samningsins?
Útgáfa: 
 • 2007
Útdráttur: 
 • Til skamms tíma var álitið að EES-samningurinn hefði ekki mikil áhrif á skattarétt aðildarríkja samningsins og fyrir gildistöku hans höfðu fremur fá mál sem lutu að skattarétti Evrópusambandsríkjanna komið til kasta Evrópudómstólsins. Þróunin síðastliðinn áratug eða þar um bil hefur á hinn bóginn verið sú að skattamálum hefur í auknu mæli verið vísað til
  Evrópudómstólsins og því hefur skýrt og ítrekað verið hafnað af EFTA-dómstólnum að skattaréttur sé utan áhrifasviðs EES-samningsins. Það er viðfangsefni þessarar greinar að skoða nánar reglur EES-samningsins um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis og takmörkunum á beitingu fjórfrelsisins út frá sjónarhóli skattaréttar. Reynt er að svara þeirri spurningu hvaða skorður bann við mismunun og hin almennu frelsisákvæði setja
  skattlagningarrétti einstakra ríkja og jafnframt hvaða lögmætu sjónarmið geta réttlætt undantekningar frá þeim meginreglum. Þá er sjónum beint sérstaklega að tveimur ákvæðum íslenskra skattalaga með hliðsjón af ofangreindum reglum. Annars vegar ákvæðum tekjuskattslaganna sem lúta að arðgreiðslum milli félaga og hins vegar ákvæði laganna um heimild til samsköttunar móður- og dótturfélaga. Niðurstaða þeirrar skoðunar er sú að hvorugar þessara reglna standist fyllilega kröfur sem EES-samningurinn gerir til skattareglna. Í þeim felst mismunun sem ólíklegt er, miðað við fyrirliggjandi dómafordæmi, að EFTA-dómstóllinn teldi einhver lögmæt sjónarmið gætu réttlætt. Ennfremur eru leiddar
  líkur að því að fleiri ákvæði íslenskra skattalaga séu sama marki brennd og jafnframt bent á að þróun Evrópuréttar, sem óhjákvæmilega mun hafa áhrif á túlkun EES-samningsins, bendir
  til þess að æ ríkari kröfur séu gerðar til hlutleysis skattareglna gagnvart þjóðerni og staðsetningu aðila.

 • Útdráttur er á ensku

  The EEA Agreement´s impact on tax law was not given much attention at the time of its ratification and only few cases regarding tax law had been brought to the ECJ by that time. In
  the first cases for the EFTA Court regarding direct taxation, it was argued that the tax regime was out of the scope of the EEA Agreement and thus the general provisions of the Agreement were not applicable in that area. These and similar arguments have now been rejected clearly and repeatedly both by the EFTA court and by European Court of Justice. Discrimination based on nationality and any restriction regarding the use of the fundamental
  freedoms is prohibited unless it can be justified by overriding public interest. The subject of this article is to examine how these fundamental principles of he EU/EEA law affect direct
  taxation. The first part deals with general question as regards the EEA agreement as a source of law and the interplay between the Agreement and other national legislation. The second
  part, gives an overview over the interpretation of the above mentioned principles in the field of tax law with reference to relevant court cases by the ECJ and the EFTA court. Third part of
  the article takes further look at particular provisions of the Icelandic tax law. First provision relating to tax on dividends paid to companies and second, provisions regarding a group
  relief for corporation tax. It is concluded that in both cases there can be constituted a discrimination and restriction contrary to the EEA agreement and it is found unlikely, in the
  light of established case law, that these obstacles can be justified by reasons referring to overriding public interest. It is further indicated that other provisions of Icelandic tax law
  might also be contrary to the EEA Agreement and pointed out that the evolution of EU/EEA law is directed towards rigorous requirements of non-discriminating tax law.

Birtist í: 
 • Bifröst Journal of Social Science / Tímarit um félagsvísindi. 2007, 1(1) : 72-95
ISSN: 
 • 1670-7796
Athugasemdir: 
 • Vinnugrein (Working paper)
Samþykkt: 
 • 4.3.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7664


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibj_Th.pdf327.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna