is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7674

Titill: 
  • Það er leikur að læra... að lifa!
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að kanna viðhorf nemenda til lífsleiknikennslu í grunnskólum. Í ritgerðinni er fræðileg umfjöllun um sögu lífsleiknikennslu á Íslandi, greint verður frá markmiðum Aðalnámskrá grunnskóla og skoðaðar eru fyrri rannsóknir sem gerðar hafa verið um íslenska lífsleiknikennslu.
    Í ritgerðinni er skýrt frá rannsókn sem nýtir óstöðluð eigindleg viðtöl við sex nemendur í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu og upplifun þeirra á lífsleiknikennslu í grunnskólum athuguð. Leitað var eftir reynslu nemendanna og viðhorfum þeirra til lífsleiknikennslunnar og þá helst undir lok grunnskólans. Niðurstöður rannsóknar eru bornar saman við fyrri niðurstöður rannsókna og dregnar eru ályktanir og settar fram vangaveltur í lokin.
    Megintilgangur ritgerðarinnar er að varpa ljósi á það hvernig nemendur upplifa lífsleiknikennslu í grunnskólum og hvort farið sé eftir markmiðum sem Aðalnámskrá grunnskóla setur. Helstu niðurstöður eru þær að nemendur upplifa ekki nægilegt skipulag í kennslunni og sjá ekki hvaða markmiðum er verið að stefna að í tímunum. Kennslan uppfyllir ekki þær kröfur sem Aðalnámskrá grunnskóla gerir og nemendur upplifa áhugaleysi í tímum og telja kennslufyrirkomulagið ábótavant.

Samþykkt: 
  • 8.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7674


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - lífsleikni.pdf708.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna