is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Rit starfsmanna >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7678

Titill: 
 • Áhrif starfsendurhæfingar á fátækt, félagslega einangrun og virkni. Rannsókn meðal þátttakenda í Starfsendurhæfingu Norðurlands
Útgáfa: 
 • Febrúar 2011
Útdráttur: 
 • Rannsóknin er úttekt á áhrifum starfsendurhæfingar á fátækt, félagslega einangrun og virkni þátttakenda hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands (SN). SN hóf starfsemi sína árið 2003 og hafa starfsaðferðir hennar orðið öðrum starfsendurhæfingarmiðstöðvum hér á landi fyrirmynd. SN hefur m.a. tekið þátt í þróunarverkefni á vegum Leonardo-áætlunar Evrópusambandsins.
  Í rannsókninni var notast við margprófunarsnið. Hún byggir á greiningu á niðurstöðum skimunarlista sem þátttakendur fylltu út í upphafi og við lok starfsendurhæfingar 6-18 mánuðum síðar. Einnig var lagður fyrir þátttakendur spurningalisti um núverandi stöðu þeirra, tíma í endurhæfingu, tekjur, félagslega einangrun og virkni. Þá voru tekin upplýsinga-viðtöl við þátttakendur, starfsmenn og stjórn SN.
  Unnið var með tölfræðilegar upplýsingar um þýðið, 241 þátttakanda SN frá tímabilinu janúar 2006 til maí 2010. Allir þátttakendur höfðu fyllt út sjálfsmatslista ASEBA við upphaf starfsendurhæfingar, 100 þátttakendur fylltu út slíka lista bæði við upphaf og loka starfsendurhæfingar, greining var unnin á gögnum frá SN um 45 þátttakendur, 53 svöruðu símakönnun, viðtöl voru tekin við 7 og 44 höfðu hætt í endurhæfingunni án þess að ljúka henni.
  Karlar voru 29% og konur 71% þýðisins. Yngsti þátttakandi var 16 ára, elsti 57 ára og meðalaldur tæp 33 ár. Um 71% þátttakenda höfðu grunnskólamenntun, 13% styttra starfsnám í framhaldsskóla, 10% stúdentspróf eða iðnnám og um 6% aðra menntun. Alls höfðu svo tæp 60% verið án atvinnu í 6 mánuði eða lengur áður en þeir hófu þátttöku í starfsendurhæfingu.
  Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að starfsendurhæfingin dregur úr líkum á fátækt og félagslegri einangrun og eykur virkni. Hún leiðir til þess að staða mikils meirihluta þátttakenda batnar, erfiðleikar minnka, færni og aðlögun styrkist, virkni eykst og þá helst í vinnu og námi.
  Rannsóknarverkefnið var styrkt af Evrópuári gegn fátækt og félagslegri einangrun á vegum félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Virk-starfsendurhæfingarsjóði.
  Lykilorð: Starfsendurhæfing, fátækt, félagsleg einangrun, virkni, ASEBA, blönduð aðferð.

 • Útdráttur er á ensku

  The research constitutes an evaluation of the influence of rehabilitation on poverty, social exclusion and the activity level manifested by participants in the rehabilitation programme operated by SN –Rehabilitation Centre. This effort was launched in 2003 and its operational methods have become a functioning model for other rehabilitation programmes in Iceland. Futhermore SN has participated in a development programme under the auspices of the Leonardo Programme of the European Union.
  The research applied a mixed method approach. Data was analysed from ASEBA self assessment list, which participants filled out at the beginning of the rehabilitation (N 241), and again by the end of the rehabilitation, six to eighteen months later (n 100). Randomly selected data about participants from SN, was analysed for 45 participants, and participants also received a questionnaire (n 53) about their current status, time spent on rehabilitation, income, social exclusion and level of activity. Programme participants (n 7), employees and the management board of SN were interviewed for the purpose of gathering information.
  Men represented 29% and women 71% in the participants. The youngest participant was 16 years old and the oldest was 57 years old and average age was just below 33 years. Approximately 71% of the participants had completed primary school, 13 % had completed brief vocational training at secondary school level, 10% had completed upper secondary school studies or trade related apprenticeships, about 6% other studies. A total of almost 60% had been unemployed for a period of 6 months or longer prior to commencing their work rehabilitation programme.
  The main conclusion from the research is that the work rehabilitation programme influences poverty, social exclusion and participation levels/activity. It provides improvement in the status of most of the programme participants, difficulties diminish, skills and adaptive levels are fortified and participation grows, mainly in work and studies.
  The research project was funded by the European Year for Combating Poverty and Social Exclusion under the auspices of the Ministry of Welfare, and VIRK – the Icelandic Rehabilitation Fund.
  Keywords: Vocational rehabilitation, poverty, social exclusion, activation, ASEBA, mixed method.

Styrktaraðili: 
 • Velferðarráðuneytið - Evrópuár gegn fátækt og félagslegri einangrun.
  Virk-Starfsendurhæfingarsjóður
ISBN: 
 • 978-9935-9026-4-1
Samþykkt: 
 • 9.3.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7678


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skýrsla 17-lokaeintak.pdf1.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna