is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/768

Titill: 
  • Maður á alltaf að segja það sem manni finnst : hvað telja unglingar sig læra af því að starfa í ungmennaráði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Tilgangur með starfi ungmennaráða er að veita unglingum sem ekki hafa kosningarétt fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og skapa vettvang og leiðir til þess að þeir geti komið skoðunum sínum á framfæri. Til þess að komast að því hvað unglingar telja sig læra af því að starfa í ungmennaráði tók ég viðtöl við sex unglinga þar sem þau lýsa með eigin orðum reynsluheimi sínum og því sem þau telja sig hafa lært af því að starfa í ungmennaráði. Niðurstöðurnar benda til þess að unglingarnir læri margt og öðlist fjölbreytta reynslu. Þar ber hæst aukna færni í því að skoða hlutina frá öðru sjónarhorni en sínu eigin og að bera virðingu fyrir skoðunum annarra. Í verkefninu er einnig fjallað um einkenni unglingsáranna, lykilfærni í frítímanum, grunnforsendur ungmennalýðræðis og ungmennaráð. Niðurstöðurnar má nota til þess að sýna fram á mikilvægi þess starfs sem er unnið með ungu fólki á vettvangi ungmennaráða og kosti þess að beita lýðræðislegum vinnubrögðum.

Samþykkt: 
  • 3.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/768


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf285.24 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna