en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7681

Title: 
  • Title is in Icelandic Byggingarlag fyrri tíma. Vegghleðslur miðalda
Submitted: 
  • September 2008
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Hér að aftan verður fjallað um byggingatækni miðalda. Aðaláhersla verður lögð á veggjahleðslur hérlendis og í þeim tilgangi verða byggingarefni, uppbygging og undirstöður veggja sérstaklega skoðuð. Einnig verður athugað hvernig náttúrulegt landslag er nýtt við veggjagerð. Leitast verður eftir því að svara eftirfarandi spurningum: Hvaða heimildir er að finna um veggjahleðslur á Íslandi? Hvernig voru veggjahleðslur á miðöldum? Var landslagið nýtt við veggjagerð?
    Verður það gert með því að bera saman þær upplýsingar sem ritaðar heimildir og fornleifarannsóknir veita. Notast var við gögn frá fornleifauppgreftrinum á Skriðuklaustri til rannsóknarinnar þar sem uppraftaraðferðin sem þar er beitt leggur meiri áherslu á veggi rústanna en venja er. Einnig var búið til samanburðarsafn úr skýrslum frá ellefu fornleifarannsóknum á bæjarhúsum frá miðöldum. Þeim aðferðum sem beitt var byggja á samanburðarfræði. Þrátt fyrir að hún hafi hlotið nokkra gagnrýni er hæg að komast hjá göllum hennar. Mikilvægt er í því samhengi að líta á menningu sem fjótandi fyrirbæri. Breytist hún sífellt og er helsti áhrifavaldurinn utanaðkomandi þættir. Hægt er að líta á þessar breytingar á mismunandi stærðarskala og verða veggjahleðslur skoðaðar á þann hátt. Í ljós hefur komið að ritaðar heimildir og gögn úr fornleifarannsóknum standast ágætlega í samanburði á veggjahleðslum. Að vísu hafa fornleifauppgreftir leitt í ljós nokkur atriði sem hvergi má finna í heimildunum, líkt nýtingu landslags og grjóthleðslur til styrktar veggjum. Þá hefur ekki verið farið eftir ákveðinni reglu við val á byggingarefni og hleðsluaðferðum eftir landssvæðum eða tímabilum á miðöldum heldur virðast aðstæður hverju sinni ráða þar mestu um. Eins virðast torf- og grjóthlaðnir veggir ekki vera séríslenskt fyrirbæri og má vel nýta upplýsingar frá öðrum löndum til samanburðar.

Accepted: 
  • Mar 9, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7681


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Eva_Kristin_Dal.pdf3.26 MBOpenHeildartextiPDFView/Open

Note: is Óheimilt er að prenta verkið eða afrita það.