en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7687

Title: 
  • Title is in Icelandic Uppbygging kirkjulegs æskulýðsstarfs í Bessastaðasókn
Submitted: 
  • January 2011
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í ritgerðinni er fjallað um þroskastig barna og ungmenna og hvernig þekking á mismunandi þroskastigum nýtist leiðtogum og öðrum sem skipuleggja félagsstarf fyrir börn og ungmenni. Skipulag barna- og unglingastarf þjóðkirkjunnar er skoðað og tillögur lagðar fram vegna uppbyggingar fyrir Bessastaðasókn. Hlutverk leiðtoga í barna- og unglingastarfi er sérstaklega skoðað og samspil leiðtoga við starfsfólk í félagsstarfi fyrir börn og unglinga. Fjallað er um þau gildi sem þarf að hafa í hávegum í slíku starfi og sérstaklega skoðaðar þau heilræði sem þjóðkirkjan ætlast til að farið sé eftir í félagsstarfi ungmenna á hennar vegum. Í fræðilega hluta ritgerðarinnar er einkum litið til kenninga Piaget og Erikson um þroskaskeið barna og unglinga og komið fram með tillögur um skiptingu í samræmi við félagsstarfið í Bessastaðasókn. Einnig er tekið mið af efni eftir Bull og fleiri höfunda sem fjalla sérstaklega um ýmsa þætti í félagsstarfi með börnum og ungmennum út frá ýmsum hliðum, styrkleika, veikleika og möguleika í slíku starfi, ekki síst út frá sjónarmiði leiðtoga sem leiða slíkt starf. Í viðauka er að finna siðareglur og heilræði sem notuð eru í félagsstarfi ungmenna innan þjóðkirkjunnar, en vísað er til þess efnis í meginmáli ritgerðarinnar og þetta bakgrunnsefni tengist þeim hugmyndum sem settar eru fram í henni

Accepted: 
  • Mar 10, 2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7687


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð, Jóhanna Aradóttir.pdf602.69 kBLockedHeildartextiPDF