Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7694
Ritgerðin fjallar um rannsókn á hálendisferðum Smáraskóla. Glímt er við þrjár meginrannsóknarspurningar; (1) hver er hugmyndafræði hálendisferða Smáraskóla og hvernig samræmist hún kennslufræðum útivistarlífs, úti- og ævintýranáms? (2) hver er reynsla þátttakenda af hálendisferðum með Smáraskóla? og (3) hvaða tækifæri gefa ferðalögin til að vinna með siðfræði umhyggjunnar?
Í fræðilegri umfjöllun er gerð grein fyrir lykilhugtökum á sviði útivistarlífs, úti- og ævintýranáms og lagður grunnur að skilgreiningum sem hæfa íslensku umhverfi og máli. Fjallað er um nám og kennslu sem tengist því að leika, læra og þroskast úti frá sjónarhóli formlauss, óformlegs og formlegs náms. Kennslufræði þess að læra úti er byggð á norrænni og enskri fagumræðu og er gerð grein fyrir ólíkum straumum. Ítarlega er fjallað um grunnþætti útináms; reynslumiðað nám, áskoranir og breytingasvæðin, ásamt sérstakri umfjöllun um siðfræði umhyggjunnar út frá kenningum Nel Noddings.
Ferðaverkefni Smáraskóla, sem nær frá 1. – 10. bekk, er lýst og sérstaklega fjallað um vinnulag, kostnað, þátttöku og áherslur í hálendisferðum með unglinga í 8. – 10. bekk.
Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru þær að hugmynda- og kennslufræði ferðalaganna sé vel mótuð og að greina megi sterkust tengsl við ævintýranám, vinnulag byggir að hluta á reynslumiðuðu verklagi, þátttakendur eignast eftirminnilega reynslu sem eflir þá sem einstaklinga og ennþá fremur sem hóp. Tækifæri eru sköpuð til að þjálfa umhyggju fyrir sjálfum sér, nákomnum og fjarlægum, umhverfinu og hugmyndum. Í ritgerðinni er bent á ýmis atriði sem huga þarf betur að og lúta veigamestu ábendingarnar að nauðsyn fyrir frekari ígrundun og tengingu við annað skólastarf.
Niðurstöðurnar er hægt að nýta til að þróa og útbreiða ferðaverkefnið, vekja athygli á fjölbreyttri reynslu þátttakenda og hvernig hún tengist siðfræði umhyggjunnar, ásamt því að skýra hugtakanotkun og efla faglega umræðu um að leika, læra og þroskast úti. Efni ritgerðarinnar getur m.a. komið að góðum notum í skólastarfi, félags- og tómstundastarfi.
Outdoor adventures - Study on the Highland Adventures School Journeys
This thesis is about a study on Highland Adventures School Journeys (HAJ) in Smáraskóli that is an elementary school. The three main research questions are: (1) What is the ideology of the HAJ and how does it relate to friluftsliv, outdoor and adventure education? (2) What is the experience of participants making these journeys? (3) What opportunities are offered by the journeys to work with ethics of care? The theoretical context provides descriptions of key concepts in the field of friluftsliv, outdoor- and adventure education and a foundation is laid for Icelandic definitions and vocabulary. The thesis deals with play, learning and development from the perspectives of formal, non-formal and informal education. Pedagogies concerned with learning out-of-doors as seen from the Nordic and the Anglo-Saxon perspectives are presented. An in depth presentation is made of the basic elements of outdoor education, i.e. experiential learning, change zones and challenges, and a special discuss-ion is about the Ethics of Care based on the theories of Nel Noddings.
The travel project of Smáraskóli is a runs continuously through all the classes, from 1-10. All stages of the project and participation are described; aims for each age-group, working methods, costs. A particular emphasis is on the highland journeys of the teenagers, class 8-10.
The main results are that the ideology and methods are well formed and the most obvious theoretical connection is to adventure education, and the methodology is partly connected with methods of experiential learning. The students participate in a profound experience that strengthens them, especially the group and also as individuals. Opportunities are created to practice care for oneself, for close and distant others, nature and ideas.
The outcomes from this research can be used to develop and disseminate the project, to highlight the rich experience of the participants and how it relates to Ethics of Care. Furthermore it presents and explains concepts that are essential to deepen and develop the discourse of play, learning and development out-of-doors. The thesis can be of use to practitioners in schools, associations and the field of leisure.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Uti er ævintyri_rannsókn á hálendisferðum Smáraskóla.pdf | 5.75 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |