Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7697
Ritgerðin greinir frá niðurstöðum á eigindlegri rannsókn: Reynsla mæðra fjögurra drengja með AD(H)D af upphafi grunnskólagöngu þeirra og samstarfi við skóla.
Eitt meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna hug og reynslu mæðra barna með greininguna AD(H)D af þjónustu grunnskólans. Það er að segja, hvernig þær upplifðu samstarf, viðmót og faglega þekkingu þeirra sem þar starfa og þau úrræði sem stóðu börnunum þeirra til boða. Að auki var leitast við að skilja þá erfiðleika sem fjölskyldur barna með AD(H)D glíma við og að öðlast meiri skilning og þekkingu á röskuninni.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að það þurfi að vanda til verka þegar tekið er á móti nemendum með greininguna AD(H)D í grunnskóla, bæði hvað varðar góðan undirbúning skólans sem og þjónustu við nemendur og foreldra þeirra. Augljóst er á frásögnum mæðranna að drengirnir hefðu þurft á meiri stuðningi að halda og að samstarf heimila og skóla hefði mátt vera betra. Einnig kom fram að þeim fannst þjónustan í leikskólunum betri en í grunnskólunum, þar hafi verið fleira starfsfólk og fleiri úrræði. Margt gott hafi þó verið gert í grunnskólanum en skortur á fjármagni, faglegri þekkingu og starfsfólki hafi aðallega staðið í vegi fyrir þeirri þjónustu sem drengirnir áttu rétt á.
Ekki er hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar en vonast er til að hægt sé að draga einhvern lærdóm af henni. Hér er um að ræða frásögn fjögurra mæðra drengja með AD(H)D sem opna hjarta sitt og segja frá reynslu sinni. Þess er vænst að niðurstöður rannsóknarinnar styrki þær stoðir sem nauðsynlegar eru til að styðja við bakið á fjölskyldum grunnskólanema með AD(H)D, kennurum þeirra og öðru starfsfólki grunnskóla og síðast en ekki síst nemendunum sjálfum.
"The experience of mothers of four boys diagnosed with AD(H)D, with their school start in elementary school and cooperation with the schools."
This essay reports the results of qualitative research "The experience of mothers of four boys diagnosed with AD(H)D, with their school start in elementary school and cooperation with the schools."
One of the main objectives of this study was to find out what the experiences of these mothers was with the cooperation of school, schools staff attitude towards them and their children, and their professional knowledge. In addition one seeks to understand the difficulties the families of children with AD(H)D struggle with and furthermore to gain a greater understanding and knowledge of the disorder. The findings indicate that additional steps have to be taken when teaching AD(H)D students in elementary schools. Ideally it should include a good preparation from the school behalf and sufficient support. It was obvious from the mother’s experiences that the boys should have gotten more support at school and the cooperation between the school and the homes could have been better. It also showed that the mothers felt that the service in playschool was better than in elementary school. There had been more staff at playschool and more resources. However a lot of good had been done in elementary school but lack of knowledge of AD(H)D and lack of funding and personnel and was mainly what stood in the way of what the boys had a right to.
I will not be able to generalize based on the results of the study but I hope I will be able to draw some lessons from it. This is an experience of four mothers, who opened their hearts and shared their experiences. It is expected that the findings can strengthen the foundations of elementary school necessary to support the families with AD(H)D, their teachers and other school staff, and most importantly the students themselves.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
M.Ed. Aldísar Ebbu Eðvaldsdóttur.pdf | 598.64 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |