is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn í Reykjavík > Tækni- og verkfræðideild > BSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7703

Titill: 
 • Arðsemismat breytinga á aðalgatnakerfi Hafnarfjarðar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Það er ekkert nýtt að eftirspurn eftir nýjum lausnum í samgöngumálum og viðhald á þeim sem fyrir eru er sívaxandi. Erfiðara er hins vegar um vik hér á landi en oft áður og fjármagn ekki á hverju strái til stórframkvæmda vegna núverandi efnahagsástands. Sýnt hefur þó verið fram á það að æskilegt er að auka ríkisútgjöld í þágu gatnagerðar á krepputímum en jafnframt er mikilvægt að skoða vel og forgangsraða þeim framkvæmdum sem stefnt er á að leggjast í. Auka má samfélagslegan ábata fyrir þjóðfélagið með því að virkja vinnuafl sem ekki er nýtt og má búast við að hann verði meiri ef lagst er í framkvæmdir þar sem margar hendur eru á bakvið hvern þátt framkvæmdarinnar eins og t.d. við gerð á mislægum gatnamótum, vegum sem steyptir eru í stokk og gangagerð. Sérstaklega er mikilvægt á þessum tímum að leggjast í framkvæmdir þar sem að í landinu er mikið af ónýttu vinnuafli.
  Í þessu lokaverkefni sem unnið er af Kristni Þór Garðarssyni, nemanda í byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík eru skoðaðar fjórar breytingar á aðalgatnakerfi Hafnarfjarðar og arðsemi metin út frá umferðarkostnaði. Þessar breytingar hafa ýmist bara verið hugmyndir eða komist alla leið á teikniborðið. Þær framkvæmdir sem um ræðir eru; Reykjanesbraut í stokk frá Lækjargötu að Álftanesvegi í Garðabæ, færsla Reykjanesbrautar vegna hugsanlegrar stækkunar álvers Alcan í Straumsvík, lagning nýs Ofanbyggðarvegar sunnan núverandi byggðar í Hafnarfirði og mislæg gatnamót í Engidal.
  Eins og áður sagði hafa þessar framkvæmdir komist mislangt í umræðunni og um sumar þeirra eru til mjög lítil gögn, önnur en mögulegar veglínur og stuttar greinargerðir. Í verkefninu er því mikið um áætlanir en jafnframt er reynt að nálga allar forsendur með faglegum hætti þannig að hægt sé að ímynda sér að niðurstaðan gefi nokkuð raunhæfa mynd.
  Í byrjun er stutt samantekt á helstu niðurstöðum. Þá er farið yfir forsendur verkefnisins og þær aðferðir sem notast var við í nálgunum á þeim og farið yfir þau gögn sem unnið var með. Síðan koma framkvæmdirnar í þeirri röð sem upp var talið hér að ofan. Fyrir hverja og eina er farið yfir lýsingu á framkvæmdinni, kostnað og tekjur, ávinning fyrir bæjarfélagið og að lokum þjóðfélagslegan ávinning. Í köflunum um framkvæmdirnar sjálfar eru helstu forsendur skýrðar enn frekar. Að lokum er farið í niðurstöður verkefnisins og þær greindar. Þar er borin saman arðsemi allra framkvæmdanna og fjallað um hvernig mögulega megi forgangsraða þeim eftir því hversu miklum ávinningi þær gætu skilað fyrir Hafnarfjarðarbæ og hversu arðvænlegar þær gætu reynst fyrir þjóðfélagið í heild.

Samþykkt: 
 • 14.3.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7703


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arðsemismat breytinga á aðalgatnakerfi Hafnarfjarðar.pdf7.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna