is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7705

Titill: 
 • Fjarskipti við mannlausa flugvél og nýjar leiðir til að auka stöðuleika hennar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þetta verkefni var framhald að lokaverkefni Símonar Elvars Vilhjálmssonar „Fjarskiptavæðing mannlausrar flugvéla“ og snérist verkefnið um að halda áfram með það verk sem Símon hafði hafið.
  Í verkefninu þurfti að hanna og smíða prentplötu fyrir raf- og tækjabúnað sem setja átti í flugvélina. Hafa þurfti í huga við hönnun plötunnar að hafa hana sem minnsta því hólf fyrir tækjabúnað í flugvélinni er frekar takmarkað.
  Svo hægt væri að taka allar þær veðurmælingar sem þurfti að taka og stjórna sjálfstýringu flugvélarinnar þurfti að koma fyrir tveim örtölvum þar sem önnur sá um að taka á móti mælingum og hin sá um sjálfstýringuna. Sjá þurfti til þess að þessar tvær tölvur gætu haft samskipti sín á milli og var ákveðið að þessi samskipti myndu fara fram með SPI samskiptum. Uppfæra þurfti vettvangsflugtölvuna vegna þess að ný tölva var tekin til þess verks sem hafði nýtt stýrikerfi og þar með þurfti að uppfæra allan kóða í örtölvunni sem sá um sjálfstýringuna.
  Að lokum var leitað að búnaði til þess að koma í stað innrauðu skynjara flugvélarinnar sem sjá um að finna út stöðu flugvélarinnar meðan hún er í flugi. Skoðaðar voru mismunandi gerðir af IMU (Inertial Measurement Unit) sem er búnaður sem inniheldur hröðunarskynjara, gyro og búnað sem getur sagt til um staðsetningu s.s. GPS eða segulmæli. Með IMU er hægt að mæla út staðsetningu og stöðu flugvélarinnar á mjög nákvæman hátt. Við skoðun á IMU voru þrír þættir sem þurfti helst að taka tillit til en þeir voru stærð, þyngd og verð.

Samþykkt: 
 • 14.3.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7705


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjarskipti við mannlausa flugvél og nýjar leiðir til að auka stöðuleika hennar.pdf2.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna