is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7716

Titill: 
 • Íslenskukennarinn : starfshættir hans, hlutverk, vandi og fagleg ígrundun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar er að afla upplýsinga sem gagnast í umræðu um starfshætti, faglega kennslu og vanda íslenskukennarans. Er vandinn hugsanlega fólginn í því hversu margþætt námsgrein íslenskan er og hversu málumhverfi nemenda hefur breyst eða er það sú staðreynd að móðurmálskennarar grunnskólans hafa aðeins fimm til sex kennslustundir á viku samkvæmt viðmiðunarstundaskrá til að kenna hverjum bekk? Þá er einnig ætlunin að beina athyglinni að mikilvægi faglegs bakgrunns í íslensku hjá íslenskukennurum og kanna hversu mikil áhrif faglegt sjálfstraust hefur á starfshætti þeirra.
  Rannsóknin var gerð á vorönn 2010 og var eigindleg aðferðafræði notuð bæði við öflun og úrvinnslu gagna. Vettvangsathuganir og viðtöl voru tekin við þrjá kennara sem allir kenna íslensku í
  8.-10. bekk grunnskóla. Rannsóknarspurningar lutu að kennsluháttum og samstarfi kennaranna ásamt ýmsum bakgrunnsupplýsingum er þá varðar.
  Helstu niðurstöður eru þær að kennararnir telja að öll samvinna og samábyrgð styrki þá í starfi og efli án efa fagmennsku þeirra. Þá kemur einnig fram að kennarar ígrunda starf sitt og kennsluaðferðir þegar þeir undirbúa kennslu og telja sig sífellt þurfa að vera vakandi til að koma til móts við þær breyttu áherslur sem eiga sér stað í faginu sem og málumhverfi nemenda.

Samþykkt: 
 • 15.3.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7716


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed._Islenskukennarinn_IngibjorgKjartansdottir.pdf356.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna