en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7718

Title: 
 • Title is in Icelandic Leikskólalóðir, hönnun þeirra og nýting : „Innandyra fer aðalstarfið fram“
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  „Mér er kalt,“ segir lítill drengur sem grafið hefur góða stund berhentur í áveitugerð, fallegum leik sem ég fylgist með á einni leikskólalóðanna. Kalt í köldu vatni. Öll höfum við verið börn og þekkjum þegar vettlingarnir vilja flækjast fyrir í spennandi leik.
  Við, hin fullorðnu, mótum þær aðstæður sem börnunum bjóðast, leikaðstæður sem og annað. Barn sem fæðist í þennan heim kemur í veröld sem þegar hefur verið mótuð af fullorðnum og stendur ekki annað til boða en að laga sig að þeirri tilveru segja Sandberg og Vuorinen, (2010) og vitna til Saaljö (2000). Sömu rannsakendur benda á mikilvægi þess að fullorðnir setji sig í spor barnanna. Hvað vill maður sem barn?
  Í upphafi vinnu minnar við rannsóknina skutu upp kollinum minningar um leik á gömlum leikvelli þar sem rólur, glæfraleg rennibraut, stórt vegasalt, skökk hringekja og klifurgrind á flötu undirlendi voru í aðalhlutverki. Umhverfi sem ég hræddist á margan hátt en sem var engu að síður spennandi. Þessi ímynd af leikvöllum lifir meðal margra sem þeim kynntust í æsku. Rannsóknin leiddi í ljós að sérþekkingu landslagsarkitekta skortir á leiksvæðum og leik barna. Minningar um leik utandyra í æsku gætu hjálpað í vinnu þeirra en nægja þó ekki.
  Tilfinning hönnuða er sú að aðalstarf leikskólanna fari fram innandyra. Leikskólalóðin sé aukaatriði í heildarhugsuninni, þar fari ekki fram formlegt starf með börnunum og fagleg umræða um gæði lóðanna sé lítil. Þeir óska eftir umræðu og upplýsingum um leik barna og þroska og vilja meira samstarf við fagaðila leikskólamála. Oft teikna hönnuðir í kring um ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar, s.s um stærð lóða, leiktæki og girðingarefni.
  Fátt í lögum og reglugerðum styður að leikskólalóðir séu vel útbúnar og ekkert tryggir að flatarmál þeirra sé nægilegt. Aðalnámskrá leikskóla bendir heldur ekki á, á afgerandi hátt, að leikskólalóðir séu mikilvægur hlekkur í þroska og námi barnanna. Má því segja að útisvæði leikskólanna mæti afgangi í ýmsum skilningi.
  Hér í upphafi vitna ég í lítinn dreng og leik með vatn en rannsóknin leiddi í ljós að það er sjaldan skemmtilegra í leikskólanum en þegar rignir, í leik með vatn, sand og mold. Náttúrusvæði og náttúruleg efni leikskólalóða reyndust langvinsælust í leik barnanna á þeim leikskólalóðum sem komu við sögu í rannsókninni. Hæðarmismunur í landslagi leikskóla reyndist einnig mikilvægur, t.d. stórar brekkur þar sem börnin fá mikla þjálfun í fjölbreyttum leik. Leiktæki eru síður mikilvæg en sum þeirra eru góð, sérstaklega þau sem bjóða upp á opinn leik eins og sandkassar, litlir kofar og klifursamsetningar.
  Ljóst er að finna má dæmi um vandaðar lóðir á höfuðborgarsvæðinu en hefð er fyrir of litlum og heldur daufum leikskólalóðum sé mikil dagleg notkun lóðanna tekin með í reikninginn.
  Vinna mín við rannsóknina hefur sýnt mér fram á þarfir ungra barna fyrir vandað umhverfi. Og þar sem flest börn dvelja á leikskólum er ljóst að leggja þarf metnað í góða hönnun og framkvæmd á leikskólalóðum. Ekki er nægilegt að hönnuðir líti á lóðirnar út frá fagurfræði fags síns heldur eiga notkunarmöguleikar barnanna að vera í brennidepli. Gildi þess að lóðirnar séu vandaðar, fjölbreytilegar og þeim vel viðhaldið er veigamikið en því miður atriði sem margir átta sig ekki á. Það er ósk mín að verkefnið skili sér í vandaðri vinnubrögðum okkar sem erum fyrrverandi börn og höfum tök á að koma að málum fyrir tilvonandi leikskólabörn.

 • Preschool Playgrounds -Design and Use. "The important work takes place indoors".
  "I’m cold", says a small boy who has been digging an irrigation ditch with his bare hands for a good while, a beautiful game that I have been watching on one of the playgrounds. Cold weather and cold water. We have all been children and taken off our mittens if they are in our way when we are playing an exciting game.
  We, the grown-ups create the circumstances that we offer our children for playing as well as for their other needs. When a child is born he enters a world that has been developed by adults and his only option is to adjust to that world, according to Sandberg and Vuorinen (2010) who refer to Saaljö (2000). They also point out how important it is for adults to see the world with the children’s eyes. What do children want?
  At the outset of my research I had a few recollections of myself playing in an old playground where swings, a dangerous slide, a large seesaw, a skew merry-go-round and a jungle gym on a flat ground were the main attractions. This was an environment that scared me in many ways but I found it also exciting. This is an image of playgrounds that many people have from their childhood. Some of us are currently designing outdoor play areas for preschools but the research showed that landscape architects lack expertise in children's playgrounds as well as their games and therefore may have vague ideas about how to do their work.
  Designers assume that the "main activity" of the preschools takes place indoors. That the outdoor playground is less relevant. They ask for discussions and information about children’s games, their development and wishes and they want more cooperation with professionals within the preschool sector. Often the designers design “around” decisions that have already been made such as the size of the playground, the playground equipment and the material of the fence that surrounds the playground.
  In laws and regulations on playgrounds there is very little that states that they shall be well equipped and that the size of the area shall be ample. Neither does the National Preschool Curriculum state in a decisive way, that playgrounds are important for children’s development and education. Therefore it can be said that the outside playgrounds of preschools are in many ways considered of low importance.
  I started by telling about a small boy who was playing with water and the research showed that there is never as much fun in the preschool as when it rains; playing with water, sand and dirt. Natural areas and natural materials in playgrounds were the most popular with the children on the playgrounds that were a part of this research. Different levels of height in the landscape of the playground also proved important, such as large hills where the children get good exercise playing various games. Playground equipment is less important but there are some that are good, especially those that call for open games such as sandpits, small huts and any type of jungle gyms.
  Good quality playgrounds can certainly be found in the larger Reykjavík area however, most of the playgrounds are too small and rather dull considering the extensive daily use of these playgrounds.
  Working at this research has made me realise the importance of good quality environment for young children. As the majority of all children attend preschool, an emphasis must be on quality in the design and structure of playgrounds. It is indisputable that playgrounds must be of good quality, varied and well maintained. It is my wish that this project will influence us, who are former children, to show better methods of work for prospective preschool children.

Accepted: 
 • Mar 15, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7718


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MED_ritgerd_Valborgar_Salóme-_loka,[2].pdf1.36 MBOpenHeildartextiPDFView/Open