is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/772

Titill: 
  • Enginn kennir það öðrum er ei kann sjálfur : umfjöllun um stærðfræðikennslu og niðurstöður úr rannsókn á kennsluaðferðum kennara á mið- og unglingastigi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um kennsluaðferðir stærðfræðikennara á mið- og unglingastigi. Rannsóknin var framkvæmd með megindlegri aðferð og var úrtakið 142 kennarar úr 21 grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Spurningarlistar voru afhentir með tvennum hætti, annarsvegar á rafrænu formi og hinsvegar afhentir í skólana. 54 kennarar tóku þátt. Markmiðið með rannsókninni var að kanna hvernig kennarar á mið- og unglingastigi kenna og athuga hvort munur væri á kennsluaðferðum þeirra eftir aldri, starfsreynslu og menntun í stærðfræði og stærðfræðikennslu. Rannsókn okkar gefur afdráttalausa niðurstöðu. Hún er sú að kennarar, óháð aldri, starfsreynslu þeirra og menntun, kjósa að nota kennsluaðferðina einstaklingsvinna mest í stærðfræðikennslu sinni. Þeir nota aðferðina vegna þess að þeir telja hana bera árangur í kennslu. Áður en fjallað er um rannsóknina gerum við grein fyrir nýjum rannsóknum á árangursríkum kennsluaðferðum í stærðfræði. Af þeim má ráða að niðurstaða rannsóknar okkar er ekki í samræmi við þær kennsluaðferðir sem fræðimenn telji að beri árangur í stærðfræðikennslu.

Samþykkt: 
  • 4.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/772


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kapa.pdf45.75 kBOpinnKápa PDFSkoða/Opna
Lokaverkefni.pdf788.94 kBOpinnMeginmál PDFSkoða/Opna
Fylgiskjal_Spurningarlisti.pdf91.39 kBOpinnFylgiskjal spurningalisti PDFSkoða/Opna
Titilsida.pdf22.9 kBOpinnTitilsíða PDFSkoða/Opna