is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7723

Titill: 
 • "Það verður einhver galdur" : þátttaka í fullorðinsfræðslu
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þátttaka og fjarvera frá þátttöku í fullorðinsfræðslu hefur í gegnum tíðina verið eitt af lykilviðfangsefnum rannsókna innan fullorðinsfræðslunnar.
  Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem hafa stutta formlega skólagöngu taka síður þátt í fræðslu en þeir sem hafa lokið lengra námi. Niðurstöður rannsókna á viðfangsefninu hafa verið nokkuð samhljóma undanfarin ár þar sem persónubundnar og félags- menningarlegar skýringar hafa verið áberandi. Síðari ár hafa komið fram ábendingar um takmarkanir á ríkjandi orðræðu um nám og fræðslu þar sem gengið er út frá fyrirfram gefnum hugmyndum um gildi þátttöku í fræðslu, hvernig þátttaka er skilgreind og fyrir hverja hún er ætluð. Einnig hefur verið bent á að til að auka megi þátttöku sé ekki nægjanlegt að skoða ástæður fjarveru út frá sjónarhorni einstaklingsins heldur verði að hafa í huga áhrif fræðsluaðila og stjórnvalda.
  Markmið rannsóknarinnar er að dýpka skilning á þátttöku og fjarveru frá fræðslu meðal þeirra sem hafa stutta formlega skólagöngu að baki. Rannsóknarspurningin er: Hvernig skýra fræðsluaðilar á fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum innan Kvasis það að hluti markhóps þeirra tekur ekki þátt í þeirri fræðslu sem þeim stendur til boða?
  Rannsóknin er eigindleg og byggir á viðtölum við 22 starfsmenn átta símenntunarmiðstöðva á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að starfsmenn símenntunarmiðstöðva skýra fjarveru frá fræðslu út frá persónubundnum og félags- menningarlegum þáttum. Slæm reynsla af fyrri skólagöngu og lítið sjálfstraust eru þeir persónubundnu þættir sem komu hvað skýrast fram. Ríkjandi viðhorf til menntunar, til að mynda meðal stjórnenda á vinnustöðum, og takmarkað aðgengi að fræðslu vegna skorts á upplýsingum eru þeir félags- menningarlegu þættir sem voru hvað mest áberandi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiða einnig í ljós að formgerð menntakerfisins hefur mikil áhrif á fræðslu fyrir fullorðna. Skólakerfið hefur mikil áhrif á mótun viðhorfa einstaklinga til náms og það hefur einnig stefnumótandi áhrif á viðurkenningu á því námi og fræðslu sem símenntunarmiðstöðvar á Íslandi bjóða upp á.

 • Útdráttur er á ensku

  In the field of adult education, participation and lack of participation in adult education initiatives has been a central subject of research.
  Research has shown that those with lower level of education are less likely to participate in adult education than those with higher level of education. In recent years research has repeatedly shown similar results where individual and socio-cultural explanations have been prominent. Lately it has been pointed out that the dominant discourse of participation is limited in its views on the value of participation, the definition of participation and for whom adult education is intended. Furthermore, it has been argued that in order to increase participation it is not enough to study the reasons for non-participation on an individual level but also to take the influences of educational institutions and authorities into account.
  The aim of this research is to enhance understanding of non-participation in adult education of those with lower level of formal educational background. The research question is: How do educators at the lifelong learning centers within Kvasir explain that part of their target group does not participate in educational activities on offer?
  The research is qualitative and is based on interviews with 22 employees at eight lifelong learning centers in Iceland. The results of the study show that the educators at the lifelong learning centers use individual and socio-cultural explanations to account for non-participation. Negative former school experience and lack of self-confidence are the individual factors that are highlighted. Dominant views towards education, for instance among managers at firms, and limited access to education due to lack of information are among the socio-cultural explanations that most prominently emerge through the interviews.
  Moreover, the research underlines that the structure of the education system has much influence on adult education. The school system affects individual attitudes towards education activities as well as having impact on the formal recognition of the educational initiatives that the lifelong learning centers in Iceland offer.

Samþykkt: 
 • 16.3.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7723


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það verður einhver galdur - Þátttaka í fullorðinsfræðslu.pdf573.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna