is Íslenska en English

Skýrsla

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7724

Titill: 
 • Hvað telja starfsmenn grunnskóla að skipti máli í Olweusaráætluninni? : fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar
Útgáfa: 
 • Janúar 2011
Útdráttur: 
 • Í ritgerðinni greinum við frá rannsókn, þar sem markmiðið var að kanna viðhorf starfsfólks skóla sem vinna eftir Olweusaráætluninni til eftirfarandi þátta:
  • Hvernig þeim gengi að taka á einelti.
  • Hvaða þættir það voru sem þeim fannst þeir þurfa mestu styrkinguna við.
  • Á hvaða hátt þeir töldu að hægt væri að aðstoða starfsfólk við að verða hæfara í að taka á einelti þegar það kemur upp í skólum.
  Við vildum líka kanna hvað skólastjórnendur teldu sig geta gert til að koma til móts við starfsfólk sitt í þessum málum.
  Til þess að geta gert okkur grein fyrir viðhorfi starfsfólks skólanna og skólastjórnenda notuðum við útskýrandi rannsóknarsnið. Við söfnuðum fyrst megindlegum gögnum með því að leggja spurningakönnun fyrir í nokkrum skólum, og síðan eigindlegum gögnum en þá tókum við viðtöl við nokkra skólastjórnendur og Þorlák H. Helgason. Unnið var úr niðurstöðum rannsóknarinnar og ýtarlegar umræður um niðurstöðurnar settar fram ásamt því að vitnað var í viðtöl viðmælenda, könnuninni til rökstuðnings. Í ljós kom að starfsfólk skólanna telur sig þurfa meiri fræðslu og þjálfun í viðtalstækni og einstaklingsbundnum aðgerðum gegn einelti. Stuðla þarf að foreldrasamskiptum og styrkja þarf samstarf foreldra og skóla. Rannsóknin leiddi í ljós að færni í að takast á við eineltismál helst í hendur við að starfsfólk hefur gengið í gegnum innleiðingu Olweusaráætlunarinnar og það hafi langa starfsreynslu að baki að loknu kennaranámi. Helstu styrkinguna taldi starfsfólkið þurfa að vera í formi þekkingar á því að sjá og finna vandann og vinna betur saman þegar einelti kemur upp ásamt því að styrkja kunnáttu kennara í að halda bekkjarfundi. Í ljós kom líka að starfsfólk skólanna telur að áætlunin hafi áhrif á skólabraginn og stuðli að góðum bekkjaranda. Niðurstöðurnar í tengslum við aðgerðir skólastjórnenda voru að þeir þyrftu að veita starfsfólki skólanna stuðning frá eineltisteymi skólanna, umsjónarkennurum og verkefnastjórum. Helstu forvarnir gegn einelti taldi starfsfólkið vera góðan skólabrag og bekkjarbragur ásamt eftirfylgni eftir innleiðingu Olweusaráætlunarinnar.

Samþykkt: 
 • 16.3.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7724


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
fullbuin ritgerð.pdf1.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna