is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7725

Titill: 
  • Hvaða aðferðir í verðbréfaviðskiptum geta falið í sér sýndarviðskipti, blekkingu eða sýndarmennsku og fallið undir 2. tl. 117. gr. verðbréfaviðskiptalaga nr. 108/2007
  • Titill er á ensku What method’s in stock trading can be categorized as artificial transactions, false statements or misrepresentations and therefor goes under Article 117(2) of the stock trading law no. 108/2007?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikil umræða hefur verið um markaðsmisnotkun í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Fjölmiðlar hafa verið iðnir við það að greina frá mögulegum brotum, án þess að útskýrt sé hvað teljist til brota gegn reglum um markaðsmisnotkun á verðbréfamarkaði. Álit höfundar er það að upplýsa þurfi almenning og markaðsaðila um þessi brot. Fyrsta skrefið í því er að greina frá banni við sýndarmennsku og blekkingu sem er meðal algengustu markaðsmisnotkunarbrota á verðbréfamarkaði.
    Markmið ritgerðarinnar er því að fjalla um öll helstu markaðsmisnotkunarbrot sem fela í sér afbrigði af tilbúningi, svo sem blekkingu eða sýndarmennsku sem lagt er bann við í ákvæði 2. tl. 1. mgr. 117. gr. verðbréfaviðskiptalaga nr. 108/2007. Fjallað verður um tilurð laganna með áherslu á innleiðingaferli markaðssvikatilskipana frá Evrópuþinginu og ráðinu, sem gjörbreytti löggjöfinni er varðar reglur um markaðsmisnotkun. Meginþungi ritgerðarinnar varðar það hvernig afbrigði blekkingar eða sýndarmennsku geta leynst í þeim markaðsmisnotkunarbrotum sem varða aðra töluliði 117. gr., svo sem bann við því að gefa verð, framboð eða eftirspurn ranglega til kynna, sbr. 1. tl., og bann við miðlun rangra upplýsinga um fjármálagerninga, sbr. 3. tl.Niðurstaða höfundar er sú að markaðsmisnotkunarbrot, líkt og lagt er bann við í 2. tl. 1. mg. 117., gr., eigi ekki að einskorðast við ákveðna tegund af verknaði sem er sniðinn að hverju tilviki fyrir sig. Höfundur telur að rannsaka þurfi hvert markaðsmisnotkunartilvik fyrir sig og meta, óháð formi, hvort háttsemin teljist vera sýndarmennska eða tilbúningur sem augljóslega hafi verið ætlað að blekkja markaðsaðila og að endurskoða þurfti markaðssvikareglugerð nr. 630/2005 með tilliti til þessa.

Samþykkt: 
  • 17.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7725


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal_KSJ.pdf761.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna