Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7731
The present thesis describes the end moraines and ice-marginal processes of two surge-type glaciers in Iceland, Brúarjökull and Eyjabakkajökull. The aim of the research was to increase current understanding of fast flowing ice, and to identify causal links between glaciotectonics and glaciodynamics.
The results show that a mosaic of coupled and decoupled spots existed under the glaciers during surges, leading to variations in ice-flow mechanism and ice-marginal formations. At Brúarjökull, decoupling at the sediment/bedrock interface was the dominating mechanism behind the rapid ice-flow. This resulted in downglacier dislocation of the sediment and the formation of marginal sediment wedges on which proglacial, single-crested, and fold-dominated moraines formed instantaneously on the last day of the surge. Where deformation of the bed contributed most to the increased ice flow, the end moraines formed by thrusting in the submarginal zone.
The end moraines at Eyjabakkajökull are characterised by lateral variability in morphology and internal architecture. Large moraines with multiple symmetric crests are composed of overturned and overthrusted anticlines, while moraines with multiple asymmetric crests indicate imbricate thrust sheets. Both types of moraines formed where the foreland wedge was thick and the subglacial ice-flow mechanism was most likely dominated by deformation of the bed. In contrast, small, single-crested moraines formed in relation to sediment/bedrock decoupling where the foreland wedge was thin. The time frame for the formation of the end moraines was two to six days.
This study implies that surge end moraines are integrally related to the mechanism of ice flow. Future studies should, therefore, not only focus on the internal architecture of the moraines but also on the subglacial bed for relating their structural evolution to the glacier dynamics. Such an approach would increase current understanding of the dynamics and marginal formations of fast flowing ice masses, whether they are modern or ancient surge-type glaciers or ice streams.
Í ritgerð þessari er fjallað um rannsóknir á jökulgörðum tveggja framhlaupsjökla á Íslandi, Brúarjökuls og Eyjabakkajökuls. Markmið rannsóknanna var að auka þekkingu á hegðun hraðfara jökla og kanna tengsl milli hreyfinga þeirra og aflögunar setlaga. Niðurstöður rannsóknanna sýna að stamir og sleipir blettir eru í undirlagi jöklanna við framhlaup. Þessir blettir hafa áhrif á flæði jöklanna og myndanir við jökuljaðrana. Stamir blettir myndast þar sem vatnsþrýstingur í setlögum undir jöklunum er lágur, en það gerist einkum þar sem grófkornótt setlög mynda meginhluta undirlagsins. Á slíkum blettum myndast spenna á mótum íss og sets, sem leiðir til aflögunar setlaga undir jöklunum. Sú aflögun á stóran þátt í skriði jöklanna. Jökulgarðar á þessum svæðum eru myndaðir úr setfleygum sem hafa þrýst upp undir jökuljaðrinum. Sleipir blettir myndast þar sem vatnsþrýstingur er hár í fínkornóttum setlögum undir jöklunum. Afleiðing þessa er að jöklarnir og undirlag þeirra lyftast frá berggrunninum við framhlaup. Þetta stuðluði að miklum skriðhraða í framhlaupum Brúarjökuls. Setið sem fluttist áfram með jöklinum þjappaðist saman og myndaði setfleyg undir sporðinum. Á ytri og hærri enda setfleygsins mynduðust einkamba jökulgarðar á síðasta degi framhlaupsins. Slíkir jökulgarðar einkennast af rótföstum fellingum sem eru skornar af sig- og þrýstimisgengjum.
Lögun og innri bygging jökulgarðanna við Eyjabakkajökul er breytileg. Stórir jökulgarðar með fjölda samhverfra kamba, eru myndaðir úr yfirsnúnum og brotnum fellingum. Jökulgarðar með fjölda ósamhverfra kamba, eru úr stöfluðum setfleygum. Þessir jökulgarðar myndast þar sem setlög voru þykk og skriðhraði jökulsins réðist af aflögun undirlagsins. Smærri, einkamba jökulgarðar mynduðust á ytri enda setfleygs þar sem setlög voru þunn og vatnsþrýstingur hár. Jökulgarðarnir við Eyjabakkajökul mynduðust á tveimur til sex dögum.
Þessi rannsókn sýnir að myndun jökulgarða er nátengd ferlum í undirlagi jöklanna á meðan á framhlaupum stendur. Breytileiki í lögun og innri byggingu orsakast af eiginleikum setlaga og skriðferlum jöklanna. Rannsóknir á jökulgörðum ættu ekki eingöngu að beinast að innri byggingu heldur einnig að undirlagi jöklanna svo tengja megi myndun garðanna við hreyfingar jöklanna. Slík nálgun myndi auka skilning á virkni og jaðarmyndunum hraðfara jökla, hvort sem um væri að ræða gamla eða samtíma framhlaupsjökla eða ísstrauma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
IOB_PhDThesis.pdf | 33.63 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |
Athugsemd: Nálgast má prentaða útgáfu ritgerðarinnar hjá höfundi.