is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/774

Titill: 
  • Hin gleymdu börn : úrræði og leiðir fyrir börn alkóhólista á grunnskólaaldri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjúkdómurinn alkóhólismi einkennist af því að einstaklingur getur ekki stjórnað eigin áfengisneyslu. Meginumfjöllunarefni ritgerðarinnar er þessi sjúkdómur og áhrif hans á fjölskylduna, þar sem sjónum er einna helst beint að börnum alkóhólista. Fjallað er almennt um alkóhólisma, orsakir hans, einkenni og erfðir ásamt meðvirkni. Gert er grein fyrir þeim hlutverkum sem mörg börn alkóhólista tileinka sér og erfiðleikum sem uppkomin börn alkóhólista glíma oft við sökum þess að hafa búið á heimilum þar sem alkóhólismi er/var til staðar.
    Markmið ritgerðarinnar fólst í því að kanna hvaða úrræði og leiðir eru í boði fyrir börn alkhólista á grunnskólaaldri. Með gagnasöfnun fundum við út að þau úrræði sem í boði eru fyrir þennan hóp eru á vegum SÁÁ, Al-anon, Alateen, Vinaleiðarinnar og námskeiðsins Börn eru líka fólk. Viðtal við Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækni á Vogi sem er þungamiðja áfengis- og vímuefnameðferðarstarfs SÁÁ, veitti okkur betri innsýn á viðfangsefninu og hvaða forvarnastörf henta fyrir börn alkóhólista á grunnskólaaldri.
    Ritgerðin hentar öllum þeim sem vilja fræðast um málefni sem tengjast sjúkdómnum alkóhólisma, ekki síst þeim sem starfa með börnum þar á meðal kennarar. Með því að vera fróðir um þær afleiðingar sem börn geta hlotið af uppeldi hjá alkóhólista, þau hlutverk sem sum börn alkóhólista tileinka sér og úrræði sem í boði eru fyrir þennan hóp, eru þeir sem starfa með börnum betur í stakk búnir til að takast á við slík mál ef þau koma upp.

Samþykkt: 
  • 4.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/774


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gleymdu_.pdf39.84 kBOpinnÁgrip PDFSkoða/Opna
Gleymdu_K.pdf51.08 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna
Gleymdu_Titils.pdf14.99 kBOpinnTitilsíða PDFSkoða/Opna
Hin gleymdu b.pdf339.4 kBOpinnMeginmál PDFSkoða/Opna
Gleymdu_Spor.pdf19.96 kBOpinnSpor PDFSkoða/Opna