is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/775

Titill: 
  • Betur má ef duga skal : rannsókn á námsúrræðum fyrir einhverf börn í grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis er að varpa sýn á hvernig heppilegt er að haga kennslu einhverfra barna í grunnskóla. Þeim lagalega grunni sem kennslan byggir á og þeirri hugmyndafræði sem stuðst er við í kennslunni eru gerð skil. Þá gerði ég rannsókn á því hvernig þrjár einhverfudeildir haga kennslunni, sem og hvernig þrír bekkjarkennarar útfæra kennsluna í almennu bekkjarstarfi. Inn í verkefnið fléttast svo hugmyndir nefndar um skólamál einhverfra barna. Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt og hálfopin viðtöl tekin.
    Helstu niðurstöður eru þær að þrátt fyrir markvisst og öflugt starf samkvæmt viðurkenndum kennsluaðferðum í sérdeildunum þá koma þær ekki að notum, nema að litlu leiti, inn í almennum bekkjum. Það þarf því að auka veru einhverfra nemenda inni í almennum bekkjardeildum eigi þeir að vera virkir þátttakendur í bekkjarstarfinu. Til þess þarf að breyta kennsluháttum og auka fræðslu og stuðning við almenna bekkjarkennarann.

Samþykkt: 
  • 4.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/775


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Betur_ma_LOKAVERKEFNID.pdf402.28 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna