is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/776

Titill: 
  • Nám er leikur : námsleikurinn OBS! í dönskukennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er unnið sem lokaverkefni til B.Ed. prófs í Kennaraháskóla Íslands vorið 2007. Í þessu verkefni er fjallað um gildi leikja í kennslu með sérstakri áherslu á tungumál. Það er undir hverjum og einum kennara komið hvaða kennsluaðferð hann notar í kennslu en það sem skiptir máli er að vekja áhuga hjá nemendum svo þeir verði virkir í náminu. Kennsluaðferðir styðjast jafnan við ákveðna fræðikenningu sem í þessu tilviki er Tjáskiptanálgunin sem leggur m.a áherslu á nám í gegnum leik. Námsleikir henta vel til að þjálfa nemendur á ýmsum sviðum, allt eftir því hvaða viðfangsnefni og námsgrein á við en talið henta einstaklega vel í tungumálakennslu. Námsleikurinn OBS! sem lagður er til grundvallar í þessu verkefni er hannaður fyrir 10. bekk í dönsku en taka ber fram að hægt er að útfæra leikinn í fleiri árgöngum í dönskukennslu. Við gerð leiksins var bæði núverandi útgáfa og drög að nýrri Aðalnámskrá grunnskóla höfð til hliðsjónar. Námsleikurinn OBS! skiptist í þrjá mismunandi hluta þar sem hver um sig hefur ákveðið kennslufræðilegt gildi og markmið. Markmið námsleiksins OBS! er í heildina litið að rifja upp og festa orðaforða sem búið er að vinna með í gegnum margbreytilega tjáningu á tungumálinu. Færnisþættirnir tal og hlustun eru þjálfaðir í gegnum leikinn. Námsleikurinn er í formi keppni þar sem nemendur vinna saman í hópum og leysa ákveðin verkefni í sameiningu. Námið fer fram á skapandi og hvetjandi hátt þar sem fjölbreytni er höfð að leiðarljósi.

Samþykkt: 
  • 4.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/776


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kapa.pdf42.3 kBLokaðurForsíðaPDF
leidsogukennarinn.pdf4.58 kBLokaðurPDF
lokaverkefni.pdf260.17 kBLokaðurMeginmálPDF
ordkort.pdf732.73 kBLokaðurPDF
titilsida.pdf22.45 kBLokaðurTitilsíðaPDF