is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/777

Titill: 
  • Vettvangsferðir í leikskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.- prófs við leikskólabraut Kennaraháskóla Íslands. Fjallað er um vettvangsferðir í leikskólum þar sem höfundi ritgerðarinnar finnst þær mjög mikilvægar og eigi að vera stór þáttur í öllu leikskólastarfi. Hvað geta vettvangsferðir gefið börnum í leikskóla og hvert er hlutverk kennarans?
    Ritgerðin skiptist í 11 kafla, fyrsti kaflinn er inngangur en annar kaflinn fjallar um vettvangsferðir. Þar er tekið fyrir gildi vettvangsferða, fjallað um markvissar ferðir, undirbúning og úrvinnslu fyrir og eftir vettvangsferð. Í lok annars kafla er komið aðeins inn á öryggið sem þarf að huga að í vettvangsferðum. Í þriðja kaflanum er hlutverk kennarans tekið fyrir, opnar spurningar eru í aðalhlutverki í fjórða kaflanum. Í fimmta kafla er fjallað um bakpokann sem gott er að hafa með í allar vettvangsferðir. Komið er með hugmyndir að hlutverkum sem kennarar geta gefið börnum áður en farið er í vettvangsferðir í sjötta kafla. Umhverfisvitundin spilar stórt hlutverk í vettvangsferðum og er farið inn á umhverfismennt og grenndarfræði í sjöunda kafla. Í áttunda kafla er hugmyndafræði og kenningar, þar er komið inn á hugmyndafræði John Dewey, fjölgreindakenningu Howards Gardner og Könnunaraðferðina. Allur níundi kafli fjallar svo um skráningar, en þær eru mikilvægur hluti leikskólastarfsins. Fjallað er um ástæður þess að skrá niður og nokkrum aðferðum sem hægt er að notast við er lýst. Loks kemur niðurlag þar sem efni ritgerðarinnar er tekið saman í stuttu máli og er heimildaskráin þar fyrir aftan.

Samþykkt: 
  • 4.9.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/777


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vettvangsferðir í leikskólum - Heild.pdf366.19 kBLokaðurHeildarverkefniPDF