is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7772

Titill: 
  • Samband trúarlífs og heilsu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknar var að kanna trúarlegar þarfir og samband trúarlífs og heilsu meðal gesta sem dvöldu á Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði árið 2000. 263 einstaklingar svöruðu spurningalistum við innlögn og útskrift, 93 karlar og 168 konur (tveir þátttakenda merktu ekki við kyn). Aldursdreifing var 17-80 ár og meðalaldur 56,6 ár (staðalfrávik = 14,7).
    Niðurstöður sýndu að hamingja og bjartsýni mældust marktækt meiri og kvíði og streita marktækt minni hjá þeim sem fundu huggun og styrk í trúnni en þeim sem ekki fundu huggun og styrk í trúnni. Trúarlífið sýndi einnig jákvæð tengsl við fjölskyldulíf og lífsstíl. Bænir, hugleiðsla og andleg iðkun voru áberandi þættir í trúarlífi þátttakenda meðan kirkjusókn var frekar lítil. Konur báðust marktækt oftar fyrir en karlar og þátttakendur á aldrinum 67-80 ára voru marktækt meira sammála fullyrðingum um að lífið hefði tilgang og að dauði, sorg og þjáning hefðu merkingu ef guð væri til sem bendir til þess að trúin hjálpi fólki að sætta sig við veikindi, sorg og missi á efri árum.

Samþykkt: 
  • 24.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7772


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Laufey_S_Jonsdottir.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna