is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7786

Titill: 
  • Tilvist, máttur og tjáning. Að lesa Spinoza
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Undirliggjandi efa og tómhyggja kemur til af veru manna í síbreytilegum heimi þar sem fullkomið öryggi er alltaf utan seilingar og löngunum aldrei endanlega fullnægt. Til að fylla í þetta tóm, og vegna eðlislægrar óskhyggju, halda menn fast í ákveðnar hugmyndir sem þeim er náttúrulegt að trúa, eins og t.d. að heimurinn sem slíkur hafi tilgang og stefnu, eða að menn séu sjálfstæðar skynsemisverur sem hafi frjálsan vilja. Spinoza valtar yfir allar slíkar hugmyndir sem maðurinn hefur um sjálfan sig og eru honum kærastar. Hjá honum er hvorki greinarmunur né andstaða á milli hins mannlega og ómannlega, eða hins náttúrulega og menningarlega. Tilvistarmáttur hátta grundvallast á íveru Frumhlutar, en einkenni og starfsemi þeirra ráðast af samsetningu og flækjustigi sem framleiðir sín eigin áhrif útfyrir sig og við þá iðju endurskapar sig í nýja veru og fullkomnari með því að samlagast og víkka út sitt veruleikasvið eða sundrast í smærri einingar. Líkaminn geymir ummerki breytinga sem koma til vegna samskipta við aðra líkama; það er svo ímyndunaraflið sem endurspeglar þá fjölbreyttu vegu sem líkamar verða fyrir hrifum með hverri einstakri reynslu. Því flóknari sem líkami er, því fleiri vensl hefur hann við aðra líkama og því samrýmanlegri verður tilvera hans við tilveru fleiri ólíkra líkama.
    Eins og aðrir hættir Frumverunnar, er það eðli mannsins að reyna að efla og auðga tilvist sína. En vegna þess að menn eru drifnir áfram af löngunum sínum og því skammsýna augnamiði að svala girnd, græðgi og metnaði sínum, þá flækjast þeir sömuleiðis hver fyrir öðrum.
    Lestur Siðfræði Spinoza veitir okkur tilvistarlegt jarðsamband með því að leyfa Frumverunni að tjá sig á báðum tjáningarformum hennar sem við þekkjum. Nefnilega rúmtak með hinni rúmfræðilegu aðferð og hugsun í gegnum hugarstarf lesandans. Sú eilífð sem þar býr á bak við veitir ákveðna sálarró, þar sem tilgangsleysi tilverunnar er Guðs blessun. Því það er aðeins vegna þess að menn eru takmarkaðar verur sem þeir hafa tilgang eða takmark! Heimspeki Spinoza er því nokkurs konar frelsun mannsins frá sjálfum sér. heimspeki hans felur í sér algjöra nauðhyggju, en Spinoza boðar að í staðinn fyrir að vera fórnarlamb þessarar nauðsynjar, þá getum við verið virkir þáttakendur í henni.

Samþykkt: 
  • 25.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7786


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tilvist Máttur og Tjáning - Að Lesa Spinoza BA ritgerð.pdf981.65 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
ágrip - Spinoza BA.pdf88 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna
Titilsíða - Tilvist, máttur og tjáning.pdf6.04 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Forsíða - Tilvist máttur og tjáning.pdf60.31 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna