en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Bifröst University > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/7790

Title: 
 • Title is in Icelandic Hlutverk háskóla í samfélagi : menntun til sjálfbærrar þróunar
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta hvort háskólar gegni ábyrgðarhlutverki gagnvart samfélagi til að mennta til sjálfbærrar þróunar. Rannsóknin tekur mið af því að áratugurinn 2005-2014 er Áratugur menntunar til sjálfbærrar þróunar af hálfu Sameinuðu þjóðanna.
  Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt; að greina og skilja þann vanda sem fylgir notkun hugtaksins sjálfbær þróun og að meta hvort háskólar gegni hlutverki fyrimyndar í samfélagi á sviði menntunar til sjálfbærrar þróunar. Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn og er afstaða sérfræðinga í fræðasamfélaginu
  könnuð til ofangreindra þátta. Að auki var fræðileg orðræða greind og borin saman við viðtalsgreiningu og kenningargrunn. Viðtölin voru hálfopin og unnin samkvæmt reglum eigndlegrar aðferðarfræði. Eftirfarandi kemur fram í niðurstöðum:
   Að hugtakið sjálfbær þróun sé í raun „hálfkarað“ orðfæri í íslenskri tungu. Umræðan takmarkist að verulegu leyti við umhverfisþátt hugtaksins en virðist ekki hafa verið
  útfært yfir á hinar stoðirnar tvær (efnahags- og félagsstoðina) nema að litlu leyti.
   Að lítil áhersla sé á menntun til sjálfbærrar þróunar innan háskóla á Íslandi.
   Að háskólar gegni ótvíræðu hlutverki í samfélagi:
   Sem fyrirmynd verklags sjálfbærrar þróunar
   Sem rödd gagnrýni á ríkjandi gildi í samfélagi
   Að miðla til upplýsingum til samfélagsins

Accepted: 
 • Mar 28, 2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7790


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sigrún-loka-prent.pdf1.27 MBOpenHeildartextiPDFView/Open