is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7793

Titill: 
  • Þróun mannréttinda í Rússlandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samkvæmt Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna eru mannréttindi skilgreind sem „þau grundvallarmannréttindi og það frelsi sem allar manneskjur eiga rétt á.“ þ.m.t. réttindi til lífs og frelsis, málfrelsi og jafnræði fyrir lögunum. Kommúnistastjórn Sovétríkjanna hafði talsvert aðra sýn á hugtakið mannréttindi heldur en mannréttindafrömuðir nútímans. Vestræn túlkun segir að mannréttindi séu vörn einstaklingsins og þeim sé beitt gegn oki ríkisvaldsins. Hin sovéska kenning sagði að vörnin næði yfir samfélagið sjálft. Sýn Sovétríkjanna lagði aðallega áherslu á efnhagsleg og félagsleg réttindi og að án þeirra væru borgaraleg og pólitísk réttindi óþörf. Við stjórn landsins var lagt hart að almenningi við að sýna opinberan stuðning við hugsjónir kommúnismans. Af því leiddi að borgaraleg og pólitísk réttindi voru mjög takmörkuð. Trekk í trekk hafa mannréttindasamtök og alþjóðastofnanir lýst yfir áhyggjum af ástandi mannréttindamála í Rússlandi og skýrslur þaðan gefa heldur svarta mynd.
    Í þessari ritgerð er leitast við að svara því hvort ástand mannréttindamála hafi skánað eða versnað við fall Sovétríkjanna og er þá helst litið til stjórnmálasögunnar þar og skýrslna frá mannréttindasamtökum.

Samþykkt: 
  • 28.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7793


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð-RJR.pdf545.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna