is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7796

Titill: 
 • Áhrif þreytu á liðferla og vöðvavirkni í hreyfingunni að setjast niður og standa upp
 • Titill er á ensku The effects of fatigue on biomechanical factors and electromyography (EMG) during the sit-to-stand movement
Útdráttur: 
 • Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort að breyting verður á hreyfiferlum og rafvirkni vöðva við þreytu, í hreyfingunni að setjast niður og standa upp.
  Aðferðir: Einn þáttakandi var mældur í rannsókninni, 25 ára gömul kona. Við rannsóknina var notaður kollur sem var það lágur að þegar þátttakandi sat voru hnén í u.þ.b. 90°. Þátttakandi var berfættur meðan á æfingunni stóð og var með auka þyngd á öxlum til að flýta fyrir áhrifum þreytu. Þátttakandi stóð og settist, nánast til skiptis með um 3 s fresti og stóð æfingin yfir í 13 mín og 12 s. Notaðar voru Oqus myndavélar frá Qualysis til að taka upp hreyfingu þátttakandans í 10 s á mínútu fresti á meðan á æfingunni stóð. Hugbúnaðurinn var einnig frá Qualysis, Qualisys Track Manager. Þátttakandinn stóð á kraftplötum frá AMTI sem mældu kraftinn frá fótunum í hreyfingunni. Yfirborðsvöðvarafrit (sEMG) frá KinePro var fest á þátttakanda og mæld var rafvirkni þriggja vöðva, beina lærvöðva (m. rectus femoris), hliðlæga víðfaðmavöðva (m. vastus lateralis), miðlæga víðfaðmavöðva (m. vastus medialis) vinstri og hægri fótar. Upptaka gagna var samhæfð á milli Kine og Qualisys tækjanna. Fyrstu tvær og seinustu tvær mælingarnar frá Qualysis myndavélunum og yfirborðsvöðvarafritinu voru notaðar til frekari úrvinnslu. Meðaltal tveggja fyrstu mælinganna var litið á sem óþreytt ástand og meðaltal tveggja seinustu mælinganna var litið á sem þreytt ástand.
  Niðurstöður: Í öllum hornamælingunum sjást meiri frávik frá meðaltali við þreytt ástand. Lítill munur er á mælingum krafta við óþreytt og þreytt ástand. Mestu breytingar á vöðvarafriti var að heildarorka jókst fyrir alla vöðvana sem mældir voru. Lítil breyting varð á meðalorkutíðni vöðvanna en hún jókst þó aðeins fyrir flesta vöðvana.
  Ályktun: Frávik frá meðaltali fyrir hornamælingarnar aukast við þreytu sem bendir til minni stjórnunar þátttakandans á hreyfingunni. Heildarorka vöðvanna sem skráð var frá jókst, sem gæti stafað af því að vöðvarnir voru farnir að þreytast og þurfi því meiri rafvirkni til að mynda sama kraftinn. Meðalorkutíðni vöðvarafrits (EMG) bendir þó til að ekki hafi verið komin þreyta í þá vöðva sem mældir voru. Líkleg skýring er því að vöðvarnir sem liggja dýpra hafi verið farnir að þreytast og það skilað sér í auknu álagi á vöðvana sem mældir voru.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: The purpose of this study was to elucidate the effects of fatigue on biomechanical factors and electromyography (EMG) during the sit-to-stand movement.
  Methods: This was a case study with one participant, a 25 year old woman. A low stool was used in this study. When the participant sat on the stool his legs were in about 90° position. The participant was barefooted during the research. He had extra weight on his shoulders to accelerate fatigue. The participant stood up and sat down by just touching the stool lightly with approximately 3 s between each repetition. The exercise lasted for 13 min and 12 s. Oqus cameras from Qualisys were used to record the movement for 10 s every minute during the exercise. The software was also from Qualysis, Qualisys Track Manager. The participant stood on AMTI force plates, which measured the power during the movement. Surface electromyography (sEMG) from KinePro was used to measure activity of three muscles, m. rectus femoris, m. vastuslateralis and m. vastusmedialison both left and right leg. The recording of the data was coordinated between the Kine and Qualisysequipments. The average of the first two measurements was used to indicate rested condition and the average of the last two measurements was used to indicate fatigued condition.
  Results: For the joint angle measurements, more variations from average values is seen in all variables for fatigued condition. Only small differences are seen for the force measurements. For EMG, the most significant changes were increases in the total energy of the signal for all the muscles. For most of the muscles there were small increases in mean frequency.
  Conclusion: More variations from average for the joint angle variables with fatigue, indicate impaired control of the movement. The total energy of the EMG increased which could be due to fatigue in the muscles and therefore they require more electronic signals to produce same force. However, the mean frequency indicates no fatigue in the measured muscles. Possible explanation is that the muscles in deeper layers of the thigh were getting tired which increased the workload on the muscles that were recorded.

Samþykkt: 
 • 30.3.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7796


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heiðrún Ósk - BS ritgerð.pdf2.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna