is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7806

Titill: 
  • Hvernig látum við þúsund blóm blómstra? : skipulag og framkvæmd stefnu um skóla án aðgreiningar
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Greinin sem hér fer á eftir er byggð á fyrstu niðurstöðum nýrrar rannsóknar á skipulagi og framkvæmd stefnu um skóla án aðgreiningar í fimm grunnskólum hérlendis. Rannsóknin er unnin út frá spurningum sem vöknuðu þegar niðurstöður lágu fyrir í rannsókn sem gerð var árið 2008 á stefnumörkun grunnskóla um skóla án aðgreiningar í fjórum stærstu sveitarfélögum landsins (Hafdís Guðjónsdóttir og Jóhanna Karlsdóttir, 2009). Markmið rannsóknarinnar sem hér er greint frá er að skilgreina hvernig skólarnir fimm skipuleggja og framkvæma stefnu um skóla án aðgreiningar. Upplýsingaöflun fólst í viðtölum við kennara og skólastjórnendur (skólastjóra og deildarstjóra) ásamt vettvangsathugunum í skólunum fimm. Helstu niðurstöður eru þær að meirihluti kennara og skólastjórnenda í þessum skólum hefur jákvætt viðhorf gagnvart skóla án aðgreiningar og samvinna starfsfólks hefur leitt til aukinnar blöndunar nemenda með sérþarfir í almenna bekki á nokkrum undanförnum árum.

  • Útdráttur er á ensku

    This article is based on the initial results of newly conducted research on the way in which five compulsory schools in Iceland organize and implement an inclusive school policy. The research is in response to questions that arose in a previous study in 2008, which centered on the formation of this policy as it was introduced in compulsory schools located in Iceland’s four largest communes (Hafdís Guðjónsdóttir and Jóhanna Karlsdóttir, 2009). Information was gathered by interviews with teachers and school administrators (head-masters, heads of departments) and by field research in these five schools. The principal results are that the majority of teachers and administrators in these schools have a positive attitude towards this policy, and that cooperation among members of staff has led to increased participation of special needs students in regular classes in the past few years.

Athugasemdir: 
  • Ráðstefnurit Netlu
Samþykkt: 
  • 31.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7806


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
016.pdf235.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna