is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7810

Titill: 
  • Barnakennarar á Íslandi um aldamótin 1900
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Í greininni er fjallað um barnakennara á Íslandi í upphafi 20. aldar. Lögð er áhersla á lýðfræðilega þætti, aldurssamsetningu, kynjahlutfall og hjúskaparstöðu þeirra kennara sem getið er í manntalinu 1901. Þessum einstaklingum er síðan fylgt eftir í öðrum heimildum og kannað hvort um tímabundið starf var að ræða eða hvort einstaklingar helguðu sig kennarastarfinu. Greinin sýnir að verulegur munur var á stöðu og starfskilyrðum kennara eftir því hvort þeir störfuðu í strjálbýlum sveitum eða í þéttbýli. Í sveitum landsins var kennarastarfið í langflestum tilvikum aukastarf sem einstaklingar sinntu einungis örfáar vikur á ári meðfram öðrum störfum. Kennsla var hins vegar aðalstarf flestra kennara í þéttbýli. Langflestir kennarar í sveit voru karlar en í kauptúnum störfuðu allmargar konur við kennslu. Þetta átti einkum við um Reykjavík þar sem hlutur kynjanna var jafn. Greinin sýnir að nær helmingur þeirra einstaklinga sem fengust við kennslu í manntalinu 1901 áttu eftir að helga sig kennslu.

  • Útdráttur er á ensku

    The article deals with the profession of primary schoolteachers in Iceland at the beginning of the 20th century. The study includes all individuals that were listed as teachers in the census 1901. Demographic factors such as age, sex ratio and marital status of the teachers are analyzed and use was made of other source material to see if individuals were only involved in teaching for a brief period of time or devoted themselves to the profession. The study shows that there were important regional differences in the status and conditions of teachers. In rural areas the schoolyear was short and there teaching was only a secondary occupation. In towns and villages, on the other hand, teaching was the principal occupation of most teachers. The vast majority of teachers in the countryside were men whereas it was more common to employ women teachers in the towns and villages. The article shows that almost half of the individuals in the study devoted themselves to the teaching profession and were still employed as teachers in 1910.

Athugasemdir: 
  • Ráðstefnurit Netlu
Samþykkt: 
  • 31.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7810


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
020.pdf385.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna