is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7812

Titill: 
  • Raddir kennara sem kenna fjölbreyttum nemendahópum
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Kennarastarfið er fjölbreytt og yfirgripsmikið og tekur stöðugum breytingum. Meðal þess sem hefur áhrif á starf kennara er þróun samfélagsins. Talsverðar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi síðustu áratugina, m.a. hefur fjölbreytni í nemendahópum varðandi reynslu, tungumál, trúarbrögð, menningu og þjóðerni aukist. Markmiðið rannsóknarinnar var að skoða áhrif fjölbreyttra nemendahópa á starf grunnskólakennara. Rannsóknin var eigindleg og leitað til kennara sem kenna börnum innflytjenda er koma úr ólíkum menningarheimum og málumhverfi. Rætt var við þá í rýnihópum og í einstaklingsviðtölum. Niðurstöður leiddu í ljós að umhyggja er fyrir nemendum og vilji til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir þeirra. Umræða um tungumálið og tungumálakennslu er mjög áberandi og telja kennarar að ákveðin færni í íslensku sé frumskilyrði til að ná árangri í skóla og til að eiga samskipti við skólafélaga og kennara. Einnig kom í ljós að margir nemendur í þessum hópi eigi erfitt með að tengjast íslenskum skólafélögum.

  • Útdráttur er á ensku

    Teaching is diverse and comprehensive and continually changing. Among other things that effect teaching are changes within society. Icelandic society has gone through substantial changes in the last decades. The diversity in students groups considering students experiences, languages, religion, culture and nationality is growing. The goal was to study the effect of culturally diverse students on teachers’ job and the participants were teachers of multicultural groups of student. This was a qualitative research and data collection occurred through interviews that took place both in focus groups and individually. Findings show that teachers are concerned for the well being of their students and their willingness to respond to their needs is strong. Their concern for students’ ability to learn Icelandic is prominent and they find good skills in Icelandic essential for students to be able to communicate with schoolmates and teachers. They are also concerned that many of the immigrant children do not connect easily with their school peers.

Athugasemdir: 
  • Ráðstefnurit Netlu
Samþykkt: 
  • 31.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7812


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
022.pdf221.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna