is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7822

Titill: 
  • Á sömu leið : stærðfræði og leikur
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Starfendarannsóknin Stærðfræði og leikur fór fram í leikskólanum Dvergasteini og Vesturbæjarskóla árin 2009–2010. Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn, Á sömu leið, sem Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna stóð fyrir. Markmið hennar var að stuðla að samstarfi kennara í leik- og grunnskólum, auka tengsl skólastiganna og skapa samfellu í námi ungra barna. Í rannsóknarteyminu voru leikskólakennarar, grunnskólakennari og meistaranemi og sérfræðingar af Mennta-vísindasviði Háskóla Íslands. Greint er frá bakgrunni rannsóknarinnar og hvernig unnið var að markmiðum stærðfræðináms á mótum leik- og grunnskóla. Áhersla var lögð á að greina og þróa möguleika byggingarleiks með kaplakubbum. Helstu niðurstöður eru að byggingarleikur felur í sér tækifæri barnanna til að efla skilning sinn á fjölbreyttum stærðfræðilegum viðfangsefnum. Íhlutun kennara í leikinn hefur áhrif á hvernig leikurinn þróast, hvaða stærðfræði börnin glíma við og hvernig rætt er um þá stærðfræði. Í frjálsum leik með kaplakubba byggja börnin nú flóknari byggingar og hafa náð valdi á ýmsum byggingarfræðilegum atriðum.

  • Útdráttur er á ensku

    The action research Math and play was performed in the preschool Dvergasteinn and Vesturbæjarskóli primary school in 2009–2010. This research is part of a larger action research project, “On the same path”, which The Centre for Re-search in Early Childhood Education has established. The goal of the research was to encourage cooperation between the teachers in the schools and create continuity in the learning of the young children. The research team consisted of preschool and primary school teachers, an MA student and specialists from the School of Education, University of Iceland. The research team developed methods for using Kapla building blocks as a way to learn. The main conclusions are that play with building blocks provides children with opportunities to develop their understanding of mathematical challenges. Teachers’ intervention in the children’s play affects how children think and talk about their buildings. In free play with the Kapla building blocks the children now build more complex buildings and have increased their understanding of new building techniques.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2010
Tengd vefslóð: 
  • http://sth-saturnus.rhi.hi.is/wordpress/greinar-2010-rsg
Samþykkt: 
  • 31.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7822


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
006.pdf536.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna