is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7826

Titill: 
  • Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska, mál og læsi fjögra til átta ára barna. Rannsóknin í heild sinni spannar þrjú ár en gagnasöfnun fyrir fyrstu tvö árin er nú lokið. Athyglin í þessari grein beinist einkum að því hvernig læsi þróast á því tímabili. Þátttakendur voru 222 börn í næstelsta árgangi í leikskóla og í fyrsta bekk grunnskóla. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar verða miklar framfarir á öllum sviðum læsis fyrstu tvö skólaárin. Einstaklingsmunur er þó mikill en and-stætt væntingum tóku börnin sem áttu erfiðast með lestrarnám í fyrsta bekk meiri framförum á milli ára en börnin sem stóðu sig best. Þessar niðurstöður vekja upp spurningar um hversu vel er hlúð að áframhaldandi lestrarnámi þeirra barna sem eru fljót að ná tökum á fyrstu stigum lestrarnámsins. Einnig gefa þær tilefni til bjartsýni fyrir hönd seinfærustu nemendanna en þó er mikilvægt að taka fram að þrátt fyrir miklar framfarir í lestri var geta slakasta hópsins í öðrum bekk mun lakari en annarra nemenda á sama aldri.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper reports the findings of a three-year longitudinal study on the acquisition of language and literacy among young children. Data collection for the first two years is now completed but this paper focuses on how children’s literacy skills develop from the age of four to seven years. According to the results there is much progress on all aspects of literacy during the first two years of schooling. However, as early as first grade, marked individual differences start to appear. Against expectations, the greatest improvements in reading and spelling were made by the children who scored the lowest in literacy in first grade. The reading skills of the highest scoring group, on the other hand, improved the least. These are encouraging results for children with poor initial reading skills, but they also pose questions on whether children who do well in reading during their first year at school are given appropriate literacy training.

Athugasemdir: 
  • Ráðstefnurit Netlu
Samþykkt: 
  • 31.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7826


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
0102.pdf264.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna