Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/7828
Í greininni er fjallað um rannsókn á áfallaáætlunum grunnskóla. Með áfallaáætlun er hér átt við fyrirfram samda viðbragðaáætlun sem grípa má til í áfallaaðstæðum. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að afla upplýsinga um þá grunnskóla sem samið hafa áfalla- eða viðbragðsáætlanir, skoða þær, greina og bera saman. Rannsóknin nær til allra grunnskóla landsins og var gerð sumarið 2010. Algjör skortur er á rannsóknum og upplýsingasöfnun um viðbragðsáætlanir við áföllum í nemendahópum grunnskóla. Slík áætlun er þó talin vera frumforsenda þess að brugðist sé við á faglegan og samhæfðan hátt af þeim mörgum aðilum sem að þessum málum koma. Gögnum var safnað með því að skoða áfallaáætlanir á vefsíðum skólanna en í þeim tilfellum sem þær fundust ekki þar var haft samband við viðkomandi skóla og það kannað hvort áætlun væri til. Í greininni verða helstu niðurstöður rannsóknarinnar dregnar saman. Fram kemur í rannsókninni að það eru ekki allir grunnskólar landsins sem samið hafa áfallaáætlun. Þær áætlanir sem rannsakaðar voru eru mis ítarlegar og þær leggja áherslu á mismunandi þætti m.a. vegna breytilegra aðstæðna og vegna ólíkrar reynslu af því að vinna með áföll í skólastarfi.
This article introduces a reseach study on trauma counseling, that is, what measures or policies are in place for dealing with trauma amongst students within primary schools in Iceland. The purpose of the study was to gather information from primary schools about their trauma strategies and examine, analyse and compare them. The study was carried out during the summer of 2010 among all primary schools in the country. Data about trauma stategies were collected from school web sites, and in the cases where no trauma plan was found online, the schools were contacted to see if such a strategy exists. There is a great shortage of research and information regarding trauma strategies in primary schools, despite the fact that a trauma strategy is considered to be an essential precondition to a professional and coordinated response by the many parties that deal with these issues in schools. In the countries that have the longest history of trauma strategy use (Norway and Sweden), the experience from cooperation between school employees, health services and other parties that work with trauma, e.g. priests, has yielded the best results.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
0122.pdf | 276.33 kB | Open | Heildartexti | View/Open |