is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7835

Titill: 
  • Góð stærðfræðikennsla og bragur í kennslustundum : sýn nemenda í framhaldsskólum
Útgáfa: 
  • Desember 2010
Útdráttur: 
  • Greinin lýsir rannsókn á hugmyndum nemenda í framhaldsskóla um hvað einkenni góða stærðfræðikennslu. Lagðar voru opnar spurningar fyrir 106 nemendur í sex hópum hjá fimm stærðfræðikennurum í fjórum framhaldsskólum þar sem kennt var námsefni náttúrufræðibrautar. Spurt var um hverja nemendur telji helstu kosti kennara síns. Nemendur allra kennaranna töldu til helstu kosta kennara síns að hann skýrði vel út, kynni stærðfræði vel og væri vel skipulagður en annars voru persónulegir eiginleikar svo sem þolinmæði, glaðlyndi og umhyggja fyrir nemendum mikils metnir. Athugasemdir um einkenni góðrar kennslu hjá hinum ólíku kennurum báru vott um ólíkan brag, nánar tiltekið mismunandi félagsleg viðmið og ólíkar hugmyndir nemenda um hlutverk sitt og annarra, þar með töldum kennarans, í kennslustundum og um almenn einkenni stærðfræðilegrar virkni.

  • Útdráttur er á ensku

    This article describes a research of pupils’ view of what constitutes as a good mathematics teaching. A questionnaire with open ended questions was given to 106 students in six different mathematics classes and with five different mathematics teachers in four different upper secondary schools. The questions were designed to get at students concerns and opinions of what is a good mathematics teaching and which are the strengths of their particular teacher. The pupils of all the teachers considered good explanations of the material as the teachers’ main advantages as well as thorough mathematical knowledge, while they also appreciated highly personal qualities such as patience, cheerfulness, and care for their pupils’ progress. Remarks on the characteristics of good teaching witnessed different societal norms in the groups as well as different beliefs about own roles, roles of others, teachers included, and the general nature of mathematical activity in school.

Athugasemdir: 
  • Ráðstefnurit Netlu
Samþykkt: 
  • 31.3.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7835


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
0192.pdf246 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna