is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/7839

Titill: 
  • Þróun fyrirtækjamenningar og markaðshneigðar í Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2007
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markaðshneigð og fyrirtækjamenning eru meðal lykilþátta í árangri fyrirtækis. Eitt af skilyrðum þess að markaðshneigð skapist í fyrirtækjum er jákvæður vilji (samþykki og þátttaka) æðstu stjórnenda. Samvinna og upplýsingaflæði sé óheft á milli starfsmanna en skipurit fyrirtækisins virki ekki eins og múrar á milli deilda þess. Það er mjög áhugavert að rannsaka og leggja mat á markaðshneigð í Orkuveitu Reykjavíkur sem er opinbert fyrirtæki sem starfar að hluta til á einokunarmarkaði samkvæmt lögum en að hluta til í samkeppni við önnur orkufyrirtæki og á þar af leiðandi mikið undir samkeppnishæfni á því sviði. Orkuveitan varð til við sameiningu á rótgrónum veitustofnunum í eigu opinbers aðila, (Rafmagns-, Vatns- og Hitaveitu Reykjavíkur).
    Markmið rannsóknarinnar er að meta hvernig fyrirtækjamenning og markaðshneigð fyrirtækisins er núna og hvort einhverjar breytingar hafi orðið frá árinu 2007. Um samanburðar rannsókn er að ræða þar sem ný rannsóknargögn, sem aflað var gagngert vegna þessarar ritgerðar, eru borin saman við sambærilega rannsókn Ingibjargar Sigþórsdóttur (2008) sem var gerð í maí 2007. Rannsókn hennar tók til tengsla fyrirtækjamenningar og árangurs.

Samþykkt: 
  • 12.5.2011
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/7839


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásdís Gíslason.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna