is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Doktorsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/7840

Titill: 
 • Titill er á ensku n-3 Fatty acids in red blood cells from pregnant and non-pregnant women in Iceland. The relationship to n-3 fatty acid intake, lifestyle and pregnancy outcome
 • Ómega-3 fitusýrur í rauðfrumum þungaðra og óþungaðra kvenna á Íslandi. Tengsl við neyslu, lífshætti og útkomu meðgöngu
Námsstig: 
 • Doktors
Útdráttur: 
 • Fæðingarþyngd íslenskra barna er óvenju há borið saman við tölur frá flestum öðrum Evrópuþjóðum og útkoma meðgöngu góð. Langt fram á 20. öldina einkenndist fæði Íslendinga af neyslu sjávarfangs og lýsis, sem er ríkt af fjölómettuðu ómega-3 fitusýrunum eikósapentaensýru (EPA) og dókósahexaensýru (DHA). EPA er forveri prostaglandína og annarra eikósanóíða sem auka blóðflæði til fylgju. DHA gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þroska fósturs og fylgjan flytur DHA sértækt úr blóði móðurinnar til fóstursins. Mikið er af DHA í frumuhimnum heila og taugakerfisins, þar sem hún eykur fljótanleika himnanna og er talin taka þátt í boðefnaflutningi. Fyrstu vikur meðgöngunnar skipta ekki síður máli fyrir þroska fósturs en seinni hluti meðgöngu. Það er því mikilvægt að konur á barneignaraldri hafi forða af ómega-3 fitusýrum þegar til getnaðar kemur.
  Fitusýrusamsetning rauðfrumna segir til um stöðu fjölómettaðra fitusýra hjá einstaklingi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna fitusýrusamsetningu rauðfrumna frá þunguðum og óþunguðum konum á barneignaraldri, og bera hana saman við neyslu, lífshætti og útkomu meðgöngu.
  Fylgni milli neyslu ómega-3 fitusýra, lífshátta og útkomu meðgöngu var könnuð meðal 549 þungaðra kvenna tvisvar á meðgöngu. Rauðfrumusýni voru tekin úr 176 þessara kvenna, fitusýrusamsetning könnuð og borin saman við neyslu, lífshætti og útkomu meðgöngu. Rauðfrumusýni voru einnig tekin úr 45 óþunguðum konum á barneignaraldri, fitusýrusamsetning könnuð og borin saman við neyslu og lífshætti.
  Jákvæð fylgni var milli neyslu ómega-3 fitusýra og hluts þeirra í rauðfrumum bæði meðal þungaðra og óþungaðra kvenna. Fjölþátta aðhvarfsgreining á neyslu, lífsháttum og útkomu meðgöngu hjá öllum þunguðu konunum leiddi í ljós að neysla lýsis í byrjun meðgöngu tengdist aukinni þyngd nýbura þegar leiðrétt hafði verið fyrir meðgöngulengd og lífsháttum. Reykingar og áfengisneysla tengdust aftur á móti minni fæðingarþyngd. Aukinn hlutur ómega-3 fitusýra í rauðfrumum í byrjun meðgöngu tengdist léttari fylgju þegar leiðrétt hafði verið fyrir fæðingarþyngdinni. Hlutur DHA var hærri í rauðfrumum því lengra sem konurnar voru komnar á leið þegar þær hófu þátttöku í rannsókninni, óháð neyslu DHA. Reykingar tengdust lægri hlut DHA í rauðfrumum á fyrri hluta meðgöngu, en neysla á léttum bjór auknum hlut DHA í rauðfrumum á seinni hluta meðgöngu. Líkamsrækt og notkun getnaðarvarnarpillu tengdust auknum hlut DHA í rauðfrumum óþungaðra kvenna.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að lýsisneysla í byrjun meðgöngu og góð staða ómega-3 fitusýra í rauðfrumum tengist heilbrigðri aukningu í fæðingarþyngd og léttari fylgju. Há fæðingarþyngd og lág fylgjuþyngd hafa verið tengd minni hættu á háþrýstingi og hjarta- og æðasjúkdómum á fullorðinsárum, og ómega-3 fitusýrur gætu verið einn af þeim þáttum sem forrita langtímaheilsu einstaklingsins. Það er því mikilvægt að konur hugi að neyslu sjávarfangs eða lýsis í byrjun meðgöngunnar. Þó hlutur DHA aukist í rauðfrumum eftir því sem líður á fyrri hluta meðgöngunnar óháð neyslu DHA, geta lífshættir haft sín áhrif, bæði á fitusýrusamsetningu frumuhimna og á útkomu meðgöngunnar. Reykingar auka peroxun í líkamanum og tengjast bæði lægri hlut DHA í rauðfrumum og minni fæðingarþyngd. Þó neysla á léttum bjór auki hugsanlega nýmyndun DHA í líkamanum, ættu þungaðar konur að forðast neyslu hans, því áfengisneysla, jafnvel í litlu magni, tengdist lægri fæðingarþyngd afkvæmis. Óþungaðar konur sem voru á getnaðarvarnarpillunni höfðu hærri hlut DHA í rauðfrumum en þær sem ekki voru á pillunni, og ýmislegt bendir til að östrógenið í pillunum hvetji nýmyndun DHA í líkamanum. Við þjálfun er hugsanlegt að nýmyndun og/eða innsetning DHA í himnur rauðfrumna aukist, og er þá líklega vörn líkamans gegn rauðfrumurofi sem er fylgifiskur þjálfunar.
  Ómega-3 fitusýrur eru lífsnauðsynlegar fitusýrur sem við verðum að fá úr fæðunni. Neysla ómega-3 fitusýra er mjög mikilvæg barnshafandi konum og konum á barneignaraldri, þar sem staða þeirra í byrjun meðgöngu virðist tengjast útkomu meðgöngunnar. Góð útkoma meðgöngu hefur verið tengd betri heilsu afkvæmisins síðar á ævinni.

 • Útdráttur er á ensku

  Birthweight in Iceland is higher than in most other European countries and pregnancy outcome is good. The traditional diet of Icelanders was high in seafood and cod liver oil, which are rich in the n-3 long-chain polyunsaturated fatty acids (LCPUFA) eicosapentaenoic acid (EPA) and docosahexaenoic acid (DHA). EPA is a precursor of prostaglandins and other eicosanoids that increase the blood supply to the placenta. DHA plays an important role in fetal development and the placenta transports DHA specifically and in concentrated amounts from the maternal to the fetal blood. DHA is incorporated into cell membranes, especially those of the central nervous system and the retina, where it increases the fluidity of the membranes and takes part in various cell functions. The first weeks of pregnancy are at least as important for fetal development as the later half of pregnancy. It is therefore important that women of reproductive age have a reservoir of n-3 LCPUFA when they become pregnant.
  Fatty acid (FA) composition of red blood cells (RBC) is often used to monitor the PUFA status of the individual. The objective of this study was to investigate the FA composition of RBC from pregnant and non-pregnant women of reproductive age, and to compare it with dietary intake, other lifestyle factors and outcome of pregnancy.
  The relationship between dietary intake of n-3 LCPUFA, other lifestyle factors and outcome of pregnancy was investigated early and late in pregnancy among 549 women. RBC samples were obtained from 176 of these women, FA composition determined and the relationship to dietary intake, other lifestyle factors and outcome of pregnancy investigated. RBC samples were also obtained from 45 non-pregnant women of reproductive age, FA composition determined and the relationship with dietary intake and other lifestyle factors investigated.
  Dietary intake of n-3 LCPUFA correlated positively with n-3 LCPUFA in RBC among both pregnant and non-pregnant women. In the whole cohort of pregnant women, there was a positive correlation between liquid cod liver oil (L−CLO) intake early in pregnancy and birthweight adjusted for duration of gestation and other confounding factors. On the other hand, smoking and alcohol consumption were inversely correlated with birthweight. The proportion of n-3 LCPUFA in RBC early in pregnancy was inversely correlated with placental weight, adjusted for birthweight. The proportion of DHA in RBC was positively correlated with gestational length at entry, adjusted for dietary intake of DHA. Smoking was inversely correlated with the proportion of DHA in RBC early in pregnancy, while light beer consumption was positively correlated with the proportion of DHA in RBC late in pregnancy. Among the non-pregnant women, oral contraceptive use and physical activity were positively correlated with DHA in RBC.
  The results of this study indicate that L-CLO intake early in pregnancy and a relatively high n-3 LCPUFA status, as assessed by RBC level, are associated with a healthy increase in the weight of the neonate and a decrease in the weight of the placenta. High birthweight in combination with a low placental weight have been related to a lower risk of hypertension and cardiovascular disease in adult life. n-3 LCPUFA could be one of the factors programming later health of the growing individual, and therefore regular intake of L-CLO early in pregnancy could be important for the health of the offspring. Even though the DHA level in RBC increases in the first trimester of pregnancy, independent of DHA intake, lifestyle may affect both the FA composition of cell membranes and the outcome of pregnancy. Smoking induces lipid peroxidation and was associated with a lower proportion of DHA in RBC and also with lower birthweight. Even though light beer consumption mmight stimulate biosynthesis of DHA, alcohol consumption cannot be recommended at any stage of pregnancy, as its use, even at low levels, was related to lower birthweight of the neonate. Non-pregnant women who used oral contraceptives had higher levels of DHA in RBC than those who did not, and there are indications that oestrogen in the pills elevates the biosynthesis of DHA. Increased biosynthesis and/or incorporation of DHA in RBC membranes of physically active people might serve to increase the fluidity of the membranes and counteract exercise-induced hemolysis.
  n-3 PUFA are essential FA that we have to consume in our food. Including n-3 LCPUFA in the diet of women in the periconceptional period is especially important, since n-3 LCPUFA status in the first trimester is associated with the outcome of pregnancy. Optimal outcome of pregnancy has been related to improved health of the offspring later in life.

Styrktaraðili: 
 • Rannsóknasjóður RANNÍS, Rannsóknanámssjóður RANNÍS, Rannsóknasjóður HÍ, Áfengis- og vímuvarnasjóður, Aðstoðarkennarasjóður HÍ, ERASMUS
Samþykkt: 
 • 1.4.2011
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/7840


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
doktor-output.pdf4.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna